Við voginn....

Þúsund þakkir enn og aftur fyrir að hugsa til mín og senda kveðjur. Þið eruð yndisleg Smile .

Ég er flutt í Kópavoginn nánar tiltekið við Arnarnesvoginn í svítu með verönd, útsýni yfir sjóinn, flatskjá, lazy boy og fullri aðhlynningu, daga sem nætur. Hvíldarinnlögn í lágmark tvær vikur og eftir það fer ég heim eða.....verð áfram af einhverjum orsökum...en þangað til ætla ég að nota tíminn í að hvíla mig um leið og ég reyni að losna við blóðtappann og ná upp einhverju þreki. Þessi staður er mjög heimilislegur og líkari hóteli en sjúkrastofnun ef undanskildir eru hjólastólarnir og fólk í hvítum sloppum.

Ég er orkulaus og berst ennþá við vökvasöfnun bæði í kvið og brjóstholi. Álagið á lungun eru mikil svo ég er andstutt, hósta mikið til að losna við slím og kyngingin er oft til vandræða. Verkir eru minni því ég fékk verkjastillidælu á brjóskassan og núna dælir hún morfíni eftir uppskrift nema þegar ég rek mig „óvart" í takkann og gef sjálfri mér aukaskammt.

Kári fer á Staðarfell í fyrramálið í 28 daga. Hann er búinn að eiga góða helgi í bænum, tók dætur sínar í heimsókn og kíkti á soninn auk þess sem hann eyddi tíma með krökkum sem hann kynntist á Vogi.  Hann hlakkar til að komast út í sveit og klára meðferðina. Vonandi fær hann styrk og vilja til þess, mér sýnist hann ansi einbeittur á svellinu og gott að vita af honum á vísum stað.

Núna þarf hann bara að finna íbúð í bænum í stað þess að kúldrast einn upp í Mosó en það er seinni tíma vandamál.

Þarf að hætta núna og fara að halla mér.

Skrifa meira eins fljótt og ég get.....love you all Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Gott að heyra frá þér...þetta er afburðahótel sem þú ert á núna og staðsetningin óviðjafnanleg. Ég hef í tvígang nánast búið á sömu stofunni þarna, stofu 2. Þær eru yndislegar þarna og vilja allt fyrir mann gera. Rosalega líst mér vel á Kára

Ragnheiður , 29.10.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Þórdís tinna

Gaman að heyra frá þér - þér er ekki fisjað saman  -  heyrist á öllu að drengurinn sé hörkunagli líka eins og mamma sín - hann er að ganga í gegnum stóra hluti þessa dagana. Mikið vona ég að slímið og kyngingarvandræðin fari að lagast það er ekki það sem að er efst á óskalistanum ýminda ég mér.  Ég dáist endalaust að þér og sendi þér allar mínar bænir og og góðar óskir -  Guð veri með þér 

Þórdís tinna, 29.10.2007 kl. 23:09

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Vona að það sé eins gott að búa í Kópavogi og af er látið. Nú er bara að njóta þjónustunnar til hins ítrasta, láttu stjana við þig, þú átt það skilið.

Bestu kveðjur til allrar fjölskyldunnar 

Kristjana Bjarnadóttir, 29.10.2007 kl. 23:18

4 identicon

Þetta hljómar eins og fimm stjörnu lúxushótel, með gourmet máltíðir "beint í æð"! Hafðu það sem allra best Gillí mín. Kær kveðja, Lára.

Lára (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 23:29

5 identicon

Sendi þér góðar kveðjur og Guðs blessun. ÞÞK

Þuríður Þorbjörg Káradóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 23:29

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.10.2007 kl. 00:03

7 identicon

Þú ert ótrúleg kona Gíslína. Ég hef lengi dáðst að þér hérna á bloginu án þess að kvitta fyrir mig. Það er löngu komin tími til  Þvílík hetja sem þú ert að standa í þessari baráttu en samt alltaf að hugsa um þína. Það er svo ótrúlegur lærdómur sem hægt er að draga af skrifum þínum. Í öllum þessum hraða þá er svo nauðsynlegt að staldra aðeins við og þakka fyrir það sem maður hefur. Þín skrif fá mig svo sannarlega til þess. Ég vona svo heitt og innilega að heilsan fari að lagast hjá þér og þú hvílist vel við voginn. Ég trúi því líka að sonum þínum egi eftir að vegna afburða vel þar sem þeir hafa með eindæmum fallegt veganesti. Sendi þér og fjölskyldu hlýja strauma. Bestu kveðjur

Anna M (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 00:54

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að heyra frá þér, líði þér vel og láttu þér batnaGuð blessi þig og varðveitiFríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.10.2007 kl. 01:07

9 identicon

Hugsa til þín!

Júlía Rós (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 07:53

10 identicon

Gangi þér vel og láttu nú dekra við þig, bestu kveðjur

Ágústa (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 08:08

11 identicon

 sendi þér baráttukveðjur og njóttu þess í botn að láta stjana við þig, þær eru svo yndislegar þarna.  Baráttukveðjur einnig til fjölskyldu þinnar og ekki síst Kára.

hm (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 08:14

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég sendi þér alla mína orku Gillí mín.  Er meira að segja að hugsa um að gerast orkusuga og sjúga orku úr öllum í kringum mig svo ég geti sent þér meira. 

Anna Einarsdóttir, 30.10.2007 kl. 08:29

13 identicon

Ef hægt væri að senda fólki orkupakka með póstinum veit ég að þú fengir marga pakka.

Það er bæði gott og vont að þú ert í svítunni, vegna þess að ef þú værir hressari værir þú ekki þar. Væri ekki enn heimilislegra ef starfsfólkið væri ekki í hvítum sloppum?

Gott að heyra að Kári þinn er á leið að Staðarfelli, ég þekki sjálf ungan mann sem fór þangað fyrir nokkrum árum og hefur verið í góðum málum síðan. Treystum því að hann verði jafn heppinn.

Sendi þér kærar kveðjur og óskir um miklu betri heilsu.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 09:09

14 identicon

Elsku Gillí.

Sendi þér og Kára mínar bestu óskir um góða daga.  Ég er mikið búin að hugsa til þín og vonandi senda þér góða strauma yfir landið.

Safnaðu kröftum og láttu þér batna sem fyrst. 

kv. Þorbjörg.

Þorbjörg (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 09:24

15 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Mínar bestu kveðjur með ósk um góða daga og hvíldar.  Gangi þér vel ljúfan mín og Guð gefi þér og Kára styrk í baráttunni. 

Sigurlaug B. Gröndal, 30.10.2007 kl. 10:08

16 identicon

Voða er gott að lesa nýtt blogg frá þér, yljar okkur öllum. Njóttu dvalarinnar á "hótelinu".  Bið að heilsa Kára.

Bryndís (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 10:16

17 identicon

Gangi þér sem allra best

Kærleikskveðja.

M (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 11:02

18 identicon

Kíkji á síðuna þína á hverjum degi og hugsa til þín oftar.  Þú gefur okkur sem lesum bloggið þitt margt til að hugsa um og hrærir í hjörtum okkar.  Vona að líðan þín fari að skána.

Kveðja

Halla (ókunnug)

Halla (ókunnug) (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 11:51

19 identicon

Kæra Gillí...vona að þú safnir ofurkröftum þarna inni og náir að hvíla þig,þannig að þú komir ofursterk út aftur.Sendi þér baráttukveðjur og fullt af orku og vona að guð gefi þér góða líðan..knús  ps...Kári gangi þér vel í þinni baráttu:)

Björk töffari (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 12:08

20 identicon

Kæra Gíslína,

Sendi thér fallegar hugsanir

Ragnheidur (ókunnug) (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 13:07

21 identicon

Elsku Gillí!

Þú kemst langt á þessari jákvæðni og þínu æðruleysi. Ég óska þess að þér fari að líða betur. Óska honum Kára þínum líka góðs gengis.

Hlýir straumar streyma til ykkar allra úr vesturbænum

Sesselja (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 13:09

22 identicon

Gott að heyra að þú sért í hvíld, ekki spurning að það er alveg nauðsynlegt að láta dekra svona við sig til að ná upp kröftum. Njóttu þess eins vel og þú getur og hafðu það gott. Knús Lilja

Lilja Sesselja (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 13:31

23 identicon

Kæra Gillí

Gott að sjá að þú ert komin  í Kópavog og byggja þig upp mínar hjartans kveðjur til þín og Kára veit að Guð og hans englar vaka yfir ykkurEngill

 HjartaKveðja Ellen

Ellen (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 13:47

24 identicon

Hef fylgst aðeins með þér en aldrei skrifað til þín svo ég læt það gerast hér með , þú er þvílíkur bjartsýnisbolti og ég dáist að þér, hvílíkir hetja sem þú ert. Vona að þú hafir það gott í hvíldinni og njóttu hennar til hins ýtrasta.

Einnig óska ég syni þínum velfarnaðar í meðferðinni. Sendi ykkur góða baráttustrauma til ykkar og megi guðs englar gæta ykkar.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 14:19

25 identicon

Sæl elskulegust og njóttu þess að vera á hótelinu við Arnarnesvog.

Við fengum að njóta samvistanna með því ljúfa fólki sem þarna vinnur fyrir þremur árum. Bið að heilsa Elísabetu, Valgerði lækni, Guðlaugu Helgu presti og fleirum sem eru vonandi þarna ennþá.

Sendi líka Kára baráttukveðjur og vona að hann njóti lífsins með nýjum áherslum. Hann þarf ekkert að óttast jafn fallegur og hæfileikaríkur sem hann nú er.

Bestu kveðjur,
Hjördís

Hjördís (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 14:35

26 identicon

Sæl elsku Gillí, gott að "heyra" frá þér aftur.

Við erum öll að hugsa til þín og reynum að senda þér góðar bænir og góða strauma. Þú átt allt hið besta skilið svo reyndu að nýta þér allt það sem vistin hefur upp á að bjóða.

Gangi þér vel vinkona,

 Lísa

Lísa (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 14:37

27 identicon

Sendi ykkur öllum faðmlög og kossa - þið eruð hetjur! :*

Guðný Þóra (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 14:57

28 identicon

Hef aldrei kvittað fyrir mig áður, er ókunnug, en les alltaf bloggið þitt. Ég dáist að þér, mér finnst þú rosalega dugleg. Ég hugsa mikið til þín og kveiki alltaf á kerti fyrir þig. Vona að læknarnir geti haldið þér verkjalausri og þú hafir það sem allra best.

Eyjakveðjur Sólrún

Sólrún (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 14:59

29 identicon

Elsku Gillí. Gott að heyra að þú ert komin í góðar hendur, láttu fara eins vel um þig og þú mögulega getur og hafðu það sem allra best í þessar 2 vikur, vonandi verður þú þá orðin nógu hress til að komast aftur heim í heiðardalinn :-)

Bestu kveðjur, Elísabet

elísabet (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 15:14

30 identicon

Hi Gillí
Langadi ad senda thér kvedju hédan frá Stokkhólmi, ég er hér á námskeidi og thad er sko alveg misskemmtilegt skal ég segja thér. Sama rigningin og á Íslandi. Ég vona ad thú náir ad hvíla thig vel thad er mjög mikilvaegt.
Bestu kvedjur til thín og strákanna

Gunnhildur

Gunnhildur (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 15:56

31 identicon

Sæl elsku Gilli gott að sjá bloggið þitt , vona að kraftarnir aukist í Kópavoginum og við sendum okkar allra bestu strauma yfir flóann.

kveðja Hildur og Eyjólfur

Hildur (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 16:55

32 identicon

Nú held ég að það sé kominn tími á að ég kvitti fyrir mig eftir að hafa lesið og lesið án þess að kvitta. Mig langaði bara til að senda þér baráttukveðjur, Gíllí, og biðja í leiðinni um eins og eitt stykki kraftaverk. Alveg kominn tími á eitt slíkt og ef einhver á það skilið ert þú ein af þeim. Fyrir fólk með fulla og góða heilsu er erfitt að ímynda sér það sem þú hefur þurft að þola, sérstaklega þar sem ég fer afar sjaldan til höfuðborgarinnar og hef ekki hitt þig nokkuð lengi.

Það er dálítið merkilegt að fylgjast með því hjá sjálfum sér og öðrum hvað fullfrískt fólk getur verið svartsýnt yfir alls kyns smáatriðum á meðan þú ert bjartsýnin út í gegn, eða svona oftast að minnsta kosti. Kannski er það eitt af hlutverkum þínum hér að kenna okkur hinum eitthvað um lífið.

Mér finnst líka dálítið skondið að fylgjast með því hvað karlmennirnir í lífi þínu eru latir við að kvitta í gestabókina (ég þar á meðal), yfirleitt bara konur sem senda þér kveðjur hérna á blogginu.

Þess vegna fannst mér líka kominn tími til að láta frá mér heyra. Sendi þér baráttukveðjur Gillí mín, og til alls þíns fólks.

Halli í Strympu.

Haraldur Ingólfsson (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 17:28

33 identicon

Sæl Gillí mín, sendi þér baráttukveðjur og ekki síður orkukveðjur, tek undir hjá Halla, þú ert ótrúlega dugleg og bjartsýn,

Gangi þér sem best

kveðja

Gunna Hrísdal

Gunna (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 19:58

34 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Gíslína, þú ert hetja og ég er viss um að drengurinn þinn mun njóta þess um ókomna tíð. Ég veit að það er vistlegt þar sem þú ert og ég vona að þú njótir þess til hins ýtrasta að láta stjana við þig. Guð veri með þér og þínum

Fríða í Breiðagerðinu

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.10.2007 kl. 20:07

35 identicon

Farðu vel með þig Gíslina mín þú ert hetja og drengurinn þinn líka bið góðan guð að vaka yfir ykkur og hjálpa.

kveðja

Ragnheiður

Ragnheiður (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 21:53

36 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Frábært að heyra frá þér Gillí.

Gott að það fer vel um þig í Kópavoginum vona að þú náir að safna kröftum í rólegheitum. Er algjörlega sammála Haraldi hér að ofan, hér ert þú sífellt jákvæð og með þinn húmor á sínum stað á meðan aðrir væla yfir smámunum, er ég ekkert undanskilin í þeim efnum.

Ég hef sagt það áður og segi það enn, þú ert einstök perla sem ég lít upp til.

Strákurinn kippir í kynið, berst eins og hetja og kemst örugglega í gegn um þessa erfiðleika. Búinn að klífa erfiðasta hjallan sem var að viðrukenna vandamálið og takast á við það. Honum á örugglega eftir að líka vel í Dölunum.

Vonandi minnkar mæðin eftir "aftöppun" á morgun og líðanin verði betri.

Saknaðar- og baráttukveðjur úr Engjaselinu og Debrecen 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.10.2007 kl. 22:39

37 identicon

Elsku Gillí, gott að heyra að það fari vel um þig í voginum og að verkjastillingin sé á betri veg. fylltu þig nú vel af orku og krafti áður en þú kemur heim í bakkagerðið aftur. Sendum þér orkustrauma af tunguveginum.

LU2

Sif.

Sif (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 23:19

38 identicon

Skilaboð frá Gillí:

Gillí verður ekki við í dag til heimsókna eða spjalls.

Rósa (systir) (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 09:59

39 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Láttu þér líða vel á yndislega hótelinu og safnaðu kröftum. Kær kveðja af Skaganum.

Guðríður Haraldsdóttir, 31.10.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband