Elti tískuna

Núna er í tísku að eiga bloggsíðu hjá mbl.  Þar sem ég sækist eftir frægð og frama eins og aðrir Íslendingar þykir mér rétt að koma mér á framfæri í þessum nýja netheimi.  Hvort hér verði skrifaðir háalvarlegir pólitískir pislar eða létt hjal um lífsins gagn og nauðsynjar kemur í ljós en aðalatriðið er að senda vinum og ættingjum fréttir af mér og mínum og þá sérstaklega mér svo lengi sem ég hangi á lífi......sem vonandi verður nú í einhver ár, annað kemur ekki til greina af minni hálfu enda mottó lífsins að sjá fyrir mér framtíðina bjarta og heilsuhrausta í fullu fjöri að njóta lífsins hér heima og erlendis með Palla og strákunum og öllum hinum sem mér þykir vænt um. 

Frægðin væri bónus sem ég réði sennilega ekki við svo vonandi lætur hún bíða eftir sér. Hér í þessum heimi er hins vegar svo margir möguleikar á skemmtilegum stillingum að mér fannst upplagt að opna hér síðu og skrifast á við ykkur um margt stórt eða lítið sem ekki neitt.

Myndin hér fyrir ofan er af Ljósufjöllum og þar sem ég ólst upp með Ljósufjöllin beint fyrir utan eldhúsgluggan heima í Dal fannst mér tilvalið að smella þeim hér efst á síðuna mína.

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband