Nýtt framboð

Humm...veit ekki hvort við erum að tala um sömu Ljósufjöllin ég og myndin en kannski líta þau svona út í nærmynd.   Ef einhver veit nákvæmlega hvaða Ljósufjöll við erum með hér fyrir ofan þá má sá hinn sami miðla visku sinni.

Held að ég noti þessa síðu til að koma á framfæri kosningaáróðri fyrir nýstofnaðan flokk míns eigin egós sem mun hafa það tvennt á stefnuskránni að vinna baki brotnu að velferð atvinnusjúklinga og að ganga í Evrópusambandið sem allra fyrst. Flokkurinn mun auljóslega geta boðið fram í öllum kjördæmum því enginn landshluti fer varhluta af veiku og skammlífu fólki svo við sem erum ekki orðnir ellilífeyrsþegar, eigum núna ....þökk sé mér....talsmann og tilvonandi þingmann fyrir hönd nýstofnað veikindaflokks.......auglýsi hér með eftir góðu nafni á framboðið. 

Helstu stefnumál:

Gera alla núverandi þingmenn að sjúklingum, láta leggja þá inn á yfrfullardeildir spítalanna....setja þá á orörkubætur sem þeir fá þá vísast engar þar sem þeir hafa of háar tekjur....útskrifa þá svo með láði, láta þá lifa af 60.000 á mánuði eða jafnvel minna í svona eitt ár og biðja þá um að finna út án hjálpar hvaða rétt þeir eiga í „velferðarkerfinu“. Sjá svo til hvort eitthvað breytist á Alþingi eftir þessa endurhæfingu. Bannað að nota sjúkdómatryggingar á meðan.

Setja HÁTT þak á tegjutengingu elli- og örorkulífeyris

Hækka þessar bætur um 100% fyrsta árið og svo um önnur 100% á því næsta

Fríar tannlækningar barna til 18 ára aldurs

Hætta við framboð til öryggsráðsins og setja peninginn í að halda opnum þeim deildum á spítölunum sem verið er að leggja niður.

Álver liðin tíð - hugvits og fjármálafyrirtæki framtíðin

Vernda náttúruna með öllum hugsanlegum ráðum

Hefja heimaflokkun á sorpi og endurvinnslutunnur við hvert hús sem tæmdar eru af borgarstarfsmönnum 

Borga ungum mæðrum heimalaun ef þær vilja sjá um börnin sín heima í stað þess að vinna úti

Afla tekna í ríkiskassann með sparnaði í flottheitapakkanum og hækka skatta á þá ríkustu, hækka eignaskatt (ekki á aldraða), stighækkandi tekjuskatttur og skylda þá sem eiga xxx margar milljónir til að setja xxx milljónir í velferðarmál gegn lægri skattlagningu.

Koma vöruflutningum aftur á sjó eða loft og banna vöruflutninga á landi

Fleiri málaflokkar kynntir síðar.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært flokkur. Við hvaða staf á ég að setja X-ið??
Bíð spennt eftir fleiri spennandi og skemmtilegum stefnumálum.
Áfram X-Gillí !!!!!

kv. Ragna

Ragna Elíza Kvaran (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 12:57

2 identicon

Ég skal kjósa þig án þess að hika.

Gugga (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband