2.5.2007 | 20:21
Omega gáfur
Mikið er ég orðin dauðþreytt á þessu blessaða ríkisborgararéttarmáli hennar Jónínu, þetta er orðið jafn leiðinlegt og Baugsmálið fræga. Málið er farið að lykta af ofsóknum. Hver ætli standi fyrir þessu í Kastljósteyminu.
Sá líka Ingibjörgu Sólrúnu áðan í Kastljósi og það er alltaf svo gaman að hlusta á hana, hún er málefnaleg, alltaf glöð og hress og aldrei hægt að reka ofan í hana eitt né neitt. Ég var að lesa um Steingrím Joð á einhverju bloggi í dag þar sem hann átti að hafa reiðst og ráðist á spyrjanda í kosningasjónvarpinu í gær. Kveikti svo smá stund á sjónvarpinu í dag og sá einmitt þetta atriði, Steingrímur virtist ekki í góðu jafnvægi og virkaði reiður og pirraður. Ekki gott mál fyrir VG því nú má ekkert klikka. Held að ég sé búin að ákveða hvað ég kýs.....svona 90% viss.
Búin að pakka fyrir veiðiferðina, matur verður stór þáttur í farangrinum, kjötsúpa, læri og perutertur hluti af kostinum....þökk sé matardrottningunni henni móður minni. Ég ætla að passa börn, spila og hanga í pottinum, fiskarnir þurfa ekki að hræðast mína veru á svæðinu. Kistan nú þegar full af fiski, ferskum og reyktum, silungi, skötusel, ýsu og lúðu. Hér á bæ er borðaður fiskur oft í viku svo enginn þarf að undrast gáfur okkar Páls...broskall!! BBC segir að fiskneysla sé undirstaða gáfna og ekki lýgur sú ágæta sjónvarpsstöð. Omega fitusýrur á hvers manns disk.
Athugasemdir
Aaaaaaaaaaah er svo ánægð að sjá hvað þú ert ánægð með Ingibjörgu Sólrúnu. Ég er það líka. Sumir kallar eru hræddir við hana. Fyndið ! Góða veiðiferð. Þú verður örugglega með hlaðin batterí á eftir
Anna Einarsdóttir, 2.5.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.