Reykjavík-Aberdeen

 

Flugrekstrarfólk í Aberdeen er með á prjónunum að hefja áætlunarflug milli Reykjavíkur/Keflavíkur og Aberdeen fyrir golf- og verslunaróða Íslendinga. Efnahagur Aberdeen búa er með því besta sem gerist í Skotlandi og því lítið um útigangsfólk og betlara. Í Glasgow eru yfir 64% íbúanna undir fátækramörkum og Glasgow hefur eina hæstu glæpatíðni evrópskra borga. Þar sem ég hef komið til beggja borga og hef því samanburð þá mæli ég hiklaust með Aberdeen, hún er miklu fallegri, minni og notalegri en Glasgow, þaðan er stutt að fara á  golfvellina, þar eru allar helstu verslanir, H&M, Topshop, Next, Oasis, Gap, Marks & Spencer, Primark ofl. ofl. auk kaffihúsa, pöbba, veitingahúsa og skemmtigarðs við ströndina. Allir geta fundið eitthvað skemmtilegt að gera í Aberdeen. Þaðan er líka stutt til Loch Ness og fleiri mjög fallegra staða sem ég hef verið svo heppin að fá að heimsækja. Veðrið þar er líka betra en í Glasgow og Edinborg því Aberdeen er á austurströndinni og Atlantshafslægðirnar hella úr sér yfir vesturströndina sem þýðir að í Aberdeen er þurrara en á öðrum stöðum í Skotlandi. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að boðið verði upp á nýjan áfangastað fyrir ferðaglaða Íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já það væri fínt að geta flogið beint til Aberdeen.  Skotar eru svo skemmtilegir og það er eina landið þar sem eru fleiri golfvellir á íbúa en á Íslandi.  Hvernig gekk í Sandgerði?

Þorsteinn Sverrisson, 30.5.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband