30.5.2007 | 17:42
Reykingabannið
Mikið fer í taugarnar á mér þetta kjaftæði í Kormáki út af reykingabanninu. Ég hélt að það væri maturinn sem fólk sækti á veitingastað Kormáks en ekki sígarettureykur en kannski er ég eitthvað að misskilja þetta. Ég var í Skotlandi um daginn og sá ekki betur en að á pöbbunum væri fullt af fólki, nokkrir stóðu úti að reykja en eru reykingamenn ekki bara orðnir vanir því, þeir fara út heima hjá sér, í heimsóknum til vina og vandamanna á flugstöðvum og bara allsstaðar nema á kaffihúsum og börum. Held að þetta sé ofmetið hjá Kormáki að halda að viðskiptin dragist saman, þau munu ekki gera það. Er ekki reynsla annarra þjóða sú að viðskipti dragast saman til að byrja með en síðan venst fólk aðstæðum og aðsóknin fellur í fyrra horf, reykingamennirnir rölta bara út til að reykja.
Við sem ekki reykjum eigum rétt á hreinu lofti á þessum stöðum sem og annarsstaðar. Ég veit að reykingamenn koma þá með rökin hvað með bílaútblástur og annan óþverra sem við öndum að okkur. Jú það er alveg rétt við mengum en verðum við ekki að byrja einhversstaðar, ég kannast ekki við að lykta af koltvísýringi eftir bílferð í bæinn. Reykingamenn eru í minnihluta í þjóðfélaginu og samkvæmt lýðræðisreglunni á meirihlutinn að ráða. Ég vil fá að velja mína mengun sjálf og hef alltaf verið ósátt við þetta ofbeldi sem reykingamenn hafa um aldir boðið okkur reyklausum upp á. Þið sem reykið....hvernig væri bara að hætta þessum andskota og lengja lífið í kjölfarið. Þið gætuð staðið frammi fyrir dauðadómi vegna þessa ávana og það eru ekki spor sem ég óska neinum að standa í, þekki það af eigin raun.
Athugasemdir
Gæti ekki verið meira sammála. Mér fannst skrítið að neftóbak var bannað á sínum tíma, þrátt fyrir að neytandinn einn hljóti skaða af, en sígarettur ekki, sem menga loftið fyrir okkur hinum. Reyndar er óþarfi að banna reykingarfólki að reykja ef það sjálft kærir sig um að stytta líftíma sinn, eins og þú segir, en það er ennú meiri óþarfi að reykingafólkið dragi okkur reyklausa fólkið með sér í svaðið.
Addý (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 10:07
Að hætta að reykja var skynsamasta ákvörðun sem ég hef tekið um ævina. Kannski ekki af mörgum skynsömum ákvörðunum að taka en látum það liggja á milli hluta.
Anna Einarsdóttir, 31.5.2007 kl. 10:34
Heyr-heyr systir
Þetta, eins og svo margt fleira sem þú hefur að segja, myndi nú sóma sér vel í opinberu umræðunni. Undarlegt að valinkunnir menn eins og Kormákur, sem ég hef persónulega alltaf haft hinar mestu mætur á, skuli setja niður við svona kjaftæði. Fáum okkur bara í nefið og látum aðra í friði með það loft sem þeim býðst að anda að sér !!!!
Halldór bróðir (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 03:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.