Um mig

Sjá síðuna www.blog.central.is/gislina

Ég heiti Gíslína Erlendsdóttir og er 46 ára fædd í Norðurfirði í Strandasýslu, alin upp í Dal í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi en hef búið í Reykjavík síðan 1978. Ég er gift, á tvo syni og þrjú barnabörn auk tveggja stjúpsona. Ég útskrifaðist með BS gráðu frá HÍ í ferðamálafræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein í október 2005. Ég hef lengst af starfað sem gjaldkeri og skrifstofustjóri hjá Íslensku auglýsingastofunni. Í nóvember síðastliðnum greindist ég með ólæknandi krabbameinsæxli í gallganginum þar sem hann gengur í gegnum brisið. Ég hætti að vinna og fór í aðgerð í janúar þar sem fjarlægja átti æxlið en þar sem krabbameinið hafði breitt úr sér í eitla við bláæð magans varð ekkert úr aðgerð en hafin lyfjameðferð. Líkur voru ekki góðar og læknirinn ekki bjartsýnn. Mér hefur liðið bærilega og haft nóg að gera við að aðstoða manninn minn við rekstur lítils einkafyrirtækis hans.  Ég hangi enn uppi, berst eins og ljón og ekki annað hægt að segja en það hafi gengið vonum framar. Í september n.k. ætla ég svo að heimsækja frægan breskan heilara Matthew Manning að nafni og fá hann til að reka óværuna endanlega úr mér. Það verður spennandi að sjá árangurinn.  Ég trú á allt og finnst að engin ætti að útiloka að kraftaverk geta gerst og gerast oft.  Nota hina síðuna mína til að koma fréttum af mér og mínum á framfæri til þeirra sem þekkja mig og annarra sem áhuga hafa og reyni líka að skrifa um landsins gagn og nauðsynjar ef þannig er gállinn á mér.  Skrif um allt milli himins og jarðar. Vona að þið hafið gagn og gaman af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 og allt getur gerst.

Halldór Egill Guðnason, 25.8.2007 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband