2.9.2007 | 23:52
Mótmælum öll
Þórdís Tinna skrifar á heimasíðunni sinni þarfan pistil um trygginga- og bótakerfið, svo gerði einnig Guðrún Jóna fyrr í vikunni. Ég tek að sjálfsögðu undir öll þeirra orð um þetta mál enda sjálf lent í TR gildrunni.
Þar sem í mér rennur bæði franskt blóð og strandablóð á ég það til að æsa mig bæði í orði og á borði um mál sem þessi. Ég skil ennfremur alls ekki afhverju við Íslendingar getum ekki hundskast til að mótmæla í verki í stað þess að tuða hver í sínu horni.
Ég vil því koma á framfæri hugmynd um þrýsting á stjórnvöld sem er í anda þeirra aðferða sem Amnesty International notar til að þrýsta á stjórnvöld víða um heim í mannréttindamálum.
Hugmyndin er þessi. Á þriðjudaginn fyrir hádegi milli 10 og 12 sendi allir öryrkjar, aldraðir og aðrir þeir sem vilja taka þátt tölvupóst á netföng heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins með meðfylgjandi texta:
....Ég skora hér með á íslensk stjórnvöld að leiðrétta þegar í stað kjör öryrkja og aldraðra til samræmis við íslenskan veruleika.... (hugmynd að texta).....undirskrifað af viðkomandi með kennitölu.
Þið sem lesið þetta setjið þetta á bloggsíðurnar ykkar og biðjið jafnframt aðra um að gera slíkt hið sama. Með einhverju svona átaki væri möguleiki að koma skilaboðum til stjórnvalda í verki og láta í ljós óánægju sína með ástandið. Í stað þess að mæta niður á Austurvöll og mótmæla eins og í gamla daga, sem engin nennir lengur að gera, þá notum við nútímatækni til að mynda öflugan þrýsting og höfum fjölmiðla með í för.
Hvernig líst ykkur á þessa hugmynd?
Athugasemdir
Sæl Gíslína
Hugmyndin er fín og þá er bara að skella saman 3ja meila pakka og senda á toppana. Svo er nauðsynlegt að send vinum og vandamönnum svona pakka með áskorun um að áframsenda á toppana. Guð veri með þér Kveðja Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.