4.9.2007 | 22:13
Boltinn hjá þingmönnum
Ég fór til læknisins í morgun og fékk að vita að ökklaverkirnir geta varla stafað af krabbameini því blettirnir í fætinum eru það litlir að ólíklegt er að þeir nái að valda bólgum og verkjum. Henni fannst líklegra að ég væri með sinabólgu og sagði mér að prófa að taka bólgueyðandi og vera í teygjusokk. Síðan ætlar hún að athuga með einhverja ljósa-geisla-meðferð sem líklega er meðferð sem ég hef lesið um á netinu og heitir -PDT- sjá http://www.cancerbackup.org.uk/Cancertype/Bileduct/Bileductcancer - undir treatment.
Auk þessa ætlar Agnes að ræða betur við geislafræðingana um geislun á beinablettina.
Ég fór síðan beint í beinþéttnilyfjagjöf og var einmitt stödd í henni þegar ég sá fréttina okkar á Stöð 2 í hádeginu. Ég fer í þessa lyfjagjöf einu sinni í mánuði. Ofvirknin í mér kom berlega í ljós í dag þegar læknirinn minn spurði mig hvort ég væri ekki í fríi frá Xeloda þessa viku.....úps...ég hafði steingleymt að HÆTTA að taka lyfið, hefði átt að hætta á föstudaginn. Ég á að tvöfalda skammtinn af Contalgin til að reyna að losa mig alveg við rifja- og ökklaverkina. Sjáum hvernig það fer. Verð líklega rallhálf næstu daga...lallalallala...hikst.
Athugasemdir
Að sjálfsögðu fylgjum við málinu eftir.......
Annars hef ég tröllatrú á, að stjórnvöld skoði þetta af alvöru núna. Kannski meðfædd endalaust bjartsýni ?
Anna Einarsdóttir, 4.9.2007 kl. 22:48
Vonandi eru þeir ekki með gullfiskaminni Vantar alveg umfjöllun um hversu marga pósta þeir fengu...vonandi nennir einhver að spyrja þá á morgun. Það hringdi í mig kona af Fréttablaðinu, kannski verður fjallað um þetta í Fbl. á morgun.
Gíslína Erlendsdóttir, 4.9.2007 kl. 23:50
Sæl Gíslína
Var að lesa um þig og finnst mikilvægt að gera það áfram. Þú ert greinilega ekki að gefast upp og ætlar að reyna allt til að halda lífi og heilsu. Hver mundi ekki gera það, en það eru ekki allir sem hafa þann kjark að taka málin í eigin hendur eins og þú gerir. Ég trúi því að við höfum sjálf svo mikið að segja með eigin heilsu og það er líka alltaf að koma betur og betur í ljós. Þú talar um að fara til heilara í september, ég hef mikla trú á slíku. Frábært að póstsendingarnar komust í fjölmiðla og svo er bara að krossa fingur og biðja um að augun á toppunum opnist uppá gátt,. Viðtalið við Þórdísi Tinnu var mjög gott. Bið Guð að blessa þig Kveðja Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 00:46
Ég var að kíkja í Fréttablaðið Gillí........ vantaði samt mynd af þér ! En frábært að fá meiri umfjöllun.
Anna Einarsdóttir, 5.9.2007 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.