Róttækur þingmaður óskast

Mótmælin okkar hafa skilað miklu meiri umfjöllun en ég bjóst við. Ég er að sjálfsögðu himinlifandi yfir þessu og vona bara að umfjöllun um þessi mál haldi áfram og skili okkur árangri.  Þórdís Tinna stendur sig líka mjög vel í að koma þessu til skila í fjölmiðlum á einfaldan hátt. Það hringdi í mig blaðamaður á Fréttablaðinu og ég varð svo stressuð að ég bullaði bara, fannst ég þurfa að segja svo margt á svo stuttum tíma sem endaði með því að hún sagðist ætla að tala við Þórdísi. Skrifandi er ég vel skiljanleg en talandi illa. 

Mér finnst það líka svo gott ef einhver getur einfaldað hlutina eins og Þórdís gerði......hver af ráðamönnum þessa lands treystir sér til að lifa af 96.000 á mánuði.....  Ég þekki að vísu einn gamlan vinnufélaga og vinnuveitenda sem gæti jafnvel reiknað sig í hagnað á þessum launum en hann heitir Pétur Blöndal og er þingmaður.... Woundering

Sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna reikna bætur þannig að teknar eru meðaltekjur síðustu þriggja mánaða og sjúklingur fær síðan 80% af þeirri tölu í bætur á mánuði.  Engar tekjutengingar. Ríkið gæti tekið upp svipað kerfi en haft bæði botn og þak á upphæðum til að verjast óréttlæti. Það er grundvallaratriði að afnema tekjutengingar við maka að öllu leyti...strax... Það er auðmýkjandi að hafa unnið allt sitt líf fulla vinnu, skilað sínum sköttum og skyldum til þjóðfélagsins og á einum degi er hægt að svipta einstakling fjárhagslegu frelsi og neyða hann upp á aðra. Hvernig væri að ríkisstjórnin tæki nú upp góðan heimilisrekstur og hætti að bruðla. Hætti að kaupa nammi alla daga og fara út að borða um helgar. Hvernig væri að draga saman í flottheitunum í sendiráðunum, fella úr gildi eftirlaunafrumvarpið, selja Grímseyjarferjuna fyrir kostnaði og kaupa aðra ódýrari og sjófæra.....og svo framvegis...og framvegis. 

Elsku þingmenn, ekki byrja á leiknum...líta vel út í fjölmiðlum...með því að kroppa aðeins í þetta, afnema tekjuteningu í áföngum á 10 árum !!!  Hækka bæturnar um 0,5% á ári!!!!  Gerist róttæk, sýnið dug og þor og framkvæmið í verki en ekki bara í orði.

Tók mér sjálfsskipað tölvuhlé í gær vegna veikinda. Veiktist í fyrrinótt og var með hita í gær. Fór í blóðprufu og hitti Agnesi sem fann engar skýringar nema þær að eftir beinþéttnilyfið getur hiti hækkað og því fylgt beinverkir í 48 stundir eftir sprautu. Ef ég verð ekki orðin hitalaus á morgun á ég að hafa samband aftur. Ég er mikið betri í dag, bara nokkrar kommur en svolítið slöpp sem vonandi lagast þegar líður á daginn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Var farin að hafa áhyggjur og grunaði einmitt að eitthvað væri að gerjast hjá minni.  Vonandi var hitinn aukaverkun af beinþéttnilyfinu og þér farið að líða betur. Nú styttist heldur betur í Manning þannig að þú verður, takk fyrir, að vera í bómul þangað til þú ferð út.

Sendi einum "róttækum" þingmann með ríka réttlætiskennd slóðina þína og þar með skilaboð :) Sjáum hvað setur

Hjartans þakkir fyrir góð ráð sem virka enda orð að sönnu.  Eitt skalt þú hafa á hreinu mín kæra; þú ert æðislegust og best og hana nú! Án þín hefði boltinn ekki rúllað um daginn.

Nú höldum við bara áfram. Hefði haft mikinn áhuga á því að safna saman gögnum um raunverulegan aðbúnað okkar sem veikjast alvarlega af krabbameini og er kippt út af vinnumarkaðnum, einn tveir og þrír.  Auðvitað á það við fleiri en erfiðara að fara út í svo stóra athugun.  Væri ekki fróðlegt að leggja fram könnun? Við ættum að geta soðið eitthvað saman tvær með okkar menntun, hm................

Varðandi fjölmiðla og viðtal við þá vil ég benda þér á að allir og ég meina allir finna fyrir einhverjum skjálfta í fyrsta sinn þegar maður talar við þá. Því er gott að biðja þá um að hringja eftir nokkra mínútur á meðan maður undirbýr sig eða að fá þá til að leiðbeina manni. Enginn er óbarinn biskup í þessum málum sem öðrum.  Þetta venst, trúðu mér  Þú ert hetja Gíslína

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 6.9.2007 kl. 15:16

2 identicon

Sæl Gíslína

Sem betur fer er ekki til nema eitt eintak af Pétri Blöndal. Það er svo margt í þessu kerfi sem er algjört rugl, eins og að skerða bætur frá TR vegna bót frá lífeyrissjóði. Að tengja þessar lúsarbætur við tekjur maka. Að afnema bætur í 1 ár ef bótaþegi þarf að dvelja meira en eitthvað visst á sjúkrahúsi á 12 mánuðum. Skógurinn er svo flókinn og þykkur. Mér skilst að gera eigi alsherjar uppskurð á kerfinu og vona að það sé rétt. Það fólk sem er í fátæktarpytti nú vegna þessa kerfis getur ekki beðið í mánuði, misseri eða ár eftir því. Þess vegna er nauðsynlegt að gera bráðbyrgða ráðstafanir, afnema tekjutengingu, hækka bótaupphæðir og aflétta ýmsun fáránlegum hlutum eins og hvenær þessi eða hinn hafi veikst og komist því ekki inn í nýtt kerfi. Maður skammast sín í hrúgu yfir þessum fáranleika. Ég get tekið undir þér með Contalginið, þekki dæmi þar sem þetta lyf skipti sköpum varðandi lífsgæði. Þú ert góður penni, málefnaleg og rökföst. Það gengur bara betur með næsta blaðamann.   Guð blessi þig. Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:17

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Loforð komin frá 2 ráðherrum, verum vongóð. Ég er farin að vera bjartsýn!!

Kristjana Bjarnadóttir, 6.9.2007 kl. 22:02

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það var grein í Mogganum í gær og aftur í dag.  Sagt að 150 email hefðu borist.  Hún Jóhanna gerir eitthvað í málunum, er ég viss um..... en ég hefði viljað sjá aðgerðir strax í dag...... eða nei,  miklu fyrr. 

Anna Einarsdóttir, 6.9.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband