7.9.2007 | 11:53
Um helgina
Um helgina verð ég í sveitinni hjá Rósu systur. Við erum öll að fara til hennar, ég, Palli, Ásgeir, Kári og börnin þrjú. Stóra golfmótið er á laugardaginn og mikið um dýrðir því GST er 10 ára um þessar mundir. Palli flutti eldri son sinn norður í gær en hann er að fara í listaháskólann á Akureyri. Síðan mun Páll koma beint vestur og enda svo helgina á veiðitúr í Straumfjarðará. Ég fer í bæinn og pakka niður fyrir mig....og hann, enda hann ekki væntanlegur úr veiðinni fyrr en rétt fyrir brottför á þriðjudagsmorguninn.
Ég er orðin hitalaus en hællinn truflar mig ennþá þrátt fyrir verkjalyf. Verð að halda áfram að böggast í lækninum með aðgerðir til úrbóta.
Svo segi ég bara góða helgi og hafið það gott. Ég held að Cafe Flóra í Laugardalnum fari að loka hvað úr hverju svo þið skuluð endilega drífa ykkur til Marentzu í kaffi áður en hún slítur sumri
Athugasemdir
Góða helgi líka Gillí..... og bið að heilsa öllum.
Anna Einarsdóttir, 7.9.2007 kl. 13:24
Gott að heyra að hitinn er á undanhaldi!!
Góða ferð út elsku Gillí, sendi þér mín albestu heilunarstrauma!!
Sigrún á Bifröst (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.