Bikarinn heim

Komin úr sveitasælunni á Hótel Rósa systir.  Veðrið skaplegt, svaf af mér berjamóinn á laugardaginn sökum óviðráðanlegrar þreytu en Rósa baslaðist með stelpurnar, Gabríel og Eydísi upp í hól að týna ber í dós. Ella og Eero fóru svo með barnaskarann í sund á Lýsuhóli.  Svo var það golfmótið sem rétt hafðist að klára áður en himnarnir opnuðust.   Ásgeir kom sá og sigraði, halaði inn flesta punkta fyrir Tuddana og fékk nándarverðlaun á áttundu og  hann ásamt „strákunum" okkar stóðu sig frábærlega.  Lokaúrslit og þau einu sem skipta máli eru að Tuddarnir endurheimtu bikarinn og Þorgeir formaður  fór stoltur með hugarfóstrið með sér heim til Reykjavíkur.  Keli bauð til 10 ára afmælisveislu vallarins og galdraði fram fiskihlaðborð sem hver Marvinsson gæti verið stoltur af, ufsi, þorskur, silungur og rófusúpa í allskonar framandlegum búningi rann ljúflega niður. Frábært kvöld.

Er loksins búin að tékka á veðrinu á Suffolk svæðinu í Englandi fyrir ferðina á þriðjudaginn. Ég get ekki betur séð en það spái bara blíðu, 20 stiga hita og sól og ég sem var búin að pakka niður í huganum vetrarfötum og vatnsheldum skóm.  Vona að verkfallið hafi ekki áhrif á Express vélarnar.

Heilsan þokkaleg.  Agnes bað mig að panta tíma hjá geislafræðingi sem ég veit að heitir Jón...man ekki hvers son.....sem ætlar að skoða mig og athuga hvort hann geti tekið einhverja bletti til að létta á verstu verkjunum.  Ljósameðferðin sem ég sagði frá hér áður er ekki framkvæmd hér og eingöngu notuð ef meinin eru staðbundin og ekki farin að breiðast út.   

Var betri af verkjunum um helgina en versnaði um leið og ég kom í bæinn. Ég held að hluti af lækningu fólks af sjúkdómum felist í því að komast burt úr Reykjavík. Ég þyrfti að komast í sveitaeinangrun, dvelja í bústað, alein í marga daga og fá í friði að hugleiða, lesa, sofa og fara út í náttúruna án þess að vera trufluð. Um leið og ég opna dyrnar heima hjá mér eftir helgarferðir bíður blaðastafli, bréf, tölvupóstur, þvottur, matseld,tiltekt,  þrif og allt sem fylgir daglegu lífi fólks og ég veit að  fyrir flesta eru sjálfsagðir hlutir en ......Íslendingar.....þurfum við ekki aðeins að slaka á?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Gíslína.

Rakst inn á síðuna þína fyrir algera tilviljun. Er full aðdáunar á kraftinum í þér. Gangi þér vel í Englandsferðinni.

Kveðja úr sveitinni

Halla gamli kennarinn frá Laugargerði (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 16:48

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Flott síðan hjá þér Gillí....... ég finn næstum því lyktina af þvottinum. 

Anna Einarsdóttir, 10.9.2007 kl. 17:16

3 Smámynd: Ragnheiður

Mér tókst að lesa á hinni síðunni þinni en að kommenta , nei það gekk ekki upp. Mig langaði bara að óska þér góðs gengis í Englandi -þarna vitlausu megin- og ég vil að þú vitir að ég mun hugsa til þín og vonast eftir að nú náist árangur....

Ragnheiður , 10.9.2007 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband