10.9.2007 | 20:36
Farin á fund kraftaverkanna
Ágætu lesendur, nú er komið að því sem við höfum öll beðið eftir, ég er að fara til Englands að freista gæfunnar. Í fyrramálið fljúgum við til Stansted og keyrum löglega öfugu megin á veginum næstu fimm daga. Leiðin liggur fyrst til Cavendish sem er smábær.....hálf gata.... þar sem við munum gista í Butterfly" herberginu, vera með okkar eigin inngang og sér bílastæði. Í næsta nágrenni er svo Lavenham ...heil gata....þar sem Matthew Manning er með sína aðstöðu. Þegar ég var að leita mér að gistingu lét ég fylgja sögunni að ég væri að koma til að hitta Matta og flestir gististaðanna og einnig sá sem við munum dvelja á könnuðust við Matta og sögðust hafa haft gesti hjá sér í gegnum tíðina sem hefðu komið til að hitta hann, þau sögðu einnig að hann væri vel þekktur og virtur í sínu fagi í Bretlandi.
Tímarnir hjá Matthew verða sem hér segir:
- Miðvikudagur kl. 15:30
- Fimmtudagur kl. 9 og 12:30
- Föstudagur kl. 9, 10 og 12:30
Veðurspáin er ennþá rosalega góð svo það ætti ekki að væsa um okkur hjónin við sundlaugina hjá Embleton House www.embletonhouse.co.uk
Þegar við komum heim á laugardaginn bíður eftir okkur matarboð hjá Ásgeiri og Rakel en þau ákváðu að rétt væri að bjóða öllum" foreldrunum í mat í tilefni sambúðarbyrjunar.
Af óviðráðanlegum ástæðum mun ég því taka mér fimm daga blogghlé og hlakka bara til að segja ykkur ferða- og vonandi kraftaverkasögur þegar ég kem til baka.
Hafið það gott á meðan ég er í burtu og passið að skolast ekki á haf út í rigningunum.
Athugasemdir
Góða ferð Gillí mín.
Anna Einarsdóttir, 10.9.2007 kl. 22:35
Sæl Gíslína
Óska þér góðrar og ÁRANGURSRÍKRAR FERÐAR Guðsblessun og kærleikskveðjur Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 19:49
Góða ferð, njóttu vel. Hlakka til að heyra ferðasöguna og af fundum þínum við kraftaverkamanninn. Ég hef alla trú á því að allt gangi upp.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.9.2007 kl. 23:32
Jæja ljósið mitt, nú ertu búin að fara í einn tíma..ég vona svo innilega að þetta dugi, það verður að duga !
Bestu óskir til þín
Ragnheiður , 12.9.2007 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.