Og þá er helgin búin

 

Þá er enn einni helginni að ljúka.  Palli kom heim í gær með öngulinn í rassinum.  Ekki bröndu að sjá né fá.  Ég átti fínan dag í gær og fór með Kára og stelpunum í Kringluna og svo í Elko. Var með hressara móti og fannst ég þurfa að nota tímann til að útrétta og koma ýmsu í verk sem setið hefur  á hakanum sökum heilsuleysis.  Geirlaug vinkona kom svo í heimsókn og um kvöldið fórum við Páll á Kringlukrána að fá okkur að borða. Mjög góður matur á Kringlukránni. Svo var horft á bíómyndina Number 23 með Jim Carey, ekkert sérstök mynd.

Í morgun vaknaði ég klukkan 7 með mjög slæma verki í kviðnum og allan hringinn á mjaðmasvæðinu, tók fullt af pillum og sofnaði aftur. Komst svo á fætur um tíuleytið, ennþá með slæma verki, átti tíma í klippingu og litun klukkan ellefu.  Sat þar í tvo tíma og gat ekki beðið eftir að komast heim í rúmið. Skreið svo upp í sófa þegar ég kom heim og svaf til tvö eða þangað til Þorbjörg vinkona á Egilsstöðum kom í heimsókn.  Svefninn hefur gert mér gott því ég hef verið miklu betri seinni part dagsins. Svo komu Sigrún Hermanns og Hinrik í heimsókn en við höfum ekki séð þau í allt sumar. Ætlum svo að kíkja á Egil og Rögnu að skoða allar breytingarnar á húsinu þeirra sem hefur tekið stakkaskiptum síðustu daga.  

Á morgun fer ég til Agnesar klukkan ellefu og mun leggja það til að ég fái aftöppun hið snarasta. Kíki svo kannski á Kristínu mömmu hennar Rögnu en hún greindist með briskrabbamein fyrir þremur vikum síðan og hefur það ekki gott. Ótrúlegt hvað svona hlutir geta gerst hratt. Fyrir fjórum vikum voru hún og maðurinn hennar að flytja búðina þeirra í nýtt húsnæði, allir hressir og glaðir en núna berst hún fyrir lífi sínu.  Löppin er bara góð og ég get gengið á tveimur jafnfljótum, jafndofin að jafnaði. Hækjurnar fara aftur í geymsluna.  Verð svo að lýsa ánægju minni með nýja þáttinn hans Egils Helgasonar í sjónvarpinu, Kiljan held ég hann heiti. Mjög líflegur og vandaður þáttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað á maður að segja við konu eins og þig. Þú ert að berjast í stríði þar sem andstæðinurinn er lævís og klókur, svíft einskis en getur svo lotið fyrir verðugum andstæðingum. Þú ert vissulega nokkuð strembin við að eiga og gefst ekki upp svo auðveldlega. Guð blessi þig og varveiti alla daga Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband