Hús í draumi

Var mjög slæm af verkjum í gærkvöldi og fram yfir miðnætti, munaði hársbreidd að ég færi á bráðamóttökuna en harkaði af mér og fann stellingu sem reddaði svefninum.  Var  slæm í morgun og fram eftir degi en reis úr sófanum þegar heimaþjónustukonan kom með samninginn um þrifin. Ég fæ konu tvisvar  í mánuði og mun hún skúra, þrífa baðherbergin og skipta á rúminu.

Annars dreymdi mig skrýtinn draum í nótt.  Ég og Guðrún Jóna bloggvinkona mín sem ég hef aldrei hitt augliti til auglitis vorum saman í húsi, húsið var lítið og ferkantað og ég gat séð húsið að utan, það var hvítt með svörtum röndum í kringum gluggana og hurðina, allir gluggarnir og hurðin voru lokuð og hvít á litin. Við Guðrún vorum inn í húsinu og það var nótt,  það var tómt að innan og okkur var kalt og leið ekki vel.   Veðrið var vont og húsið hélt hvorki vatni né vindum svo við ákváðum að henda því og búa til nýtt.....sem við og gerðum.  Fengum alveg nýtt hús sem leit alveg eins út og hið fyrra en í þessu húsi var hlýtt og við náðum að sofna.   

Nú er spurning hvort einhver hefur getur gefið mér skýringu á þessum draumi því mig dreymir sjaldan drauma sem ég man vel.  Ég vil líka fá að heyra skýringarnar þótt þær geti verið fyrir einhverju slæmu, datt sjálfri í hug að húsið líktist líkkistu.

Fórum ásamt Kára í mat til mömmu og pabba í kvöld og fengum nýtt slátur, rófu- og kartöflustöppu ásamt brauði og smjöri. Ég át yfir mig og er vægast sagt að springa úr seddu....Blush

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér finnst eins og draumurinn sé táknrænn og þýði að ykkur líði ekki vel núna... húsið hélt hvorki vatni né vindum.... en að ykkur muni báðum líða betur.

Meikar það ekki sens ? .... góð íslenska. 

Ofboðslega er erfitt að þér skuli líða svona illa. 

Anna Einarsdóttir, 10.10.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Ragnheiður

Já ráðning Önnu virðist geta komið heim og saman..annars var draumablogg hér á moggabloggi.. www.draumar.blog.is Spurning um að senda drauminn þangað ?

Ragnheiður , 10.10.2007 kl. 22:17

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.10.2007 kl. 23:04

4 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Vondir eru verkir...........æ, æ.

Ég er engin draumakona, satt best að segja orðin lítið fyrir andleg málefni eftir að raunvísindin náðu yfirhöndinni. Held satt best að segja að draumar endurómi hugsanir okkar. Draumurinn endurómar líðan þína en jafnframt raunsæi þitt um að þetta taki enda.

Vona að það verði bráðum skúrað í hornin

Kristjana Bjarnadóttir, 10.10.2007 kl. 23:58

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þetta er tákrænn draumur held ég. Trúlega endurspeglar hann núverandi stöðu okkar beggja og það er víst alveg öruggt mál að okkur líður ekkert of vel þessa dagana. Nýtt og hlýtt hús og betri líðan er það sem koma skal. Við breytum í öllu fallinu núverandi ástandi. Erum við ekki sammála um það?

Þessi draumur leggst ekki illa í mig. Ætla að varpa boltanum til systur minnar sem er nokkuð draumspök

Leitt að heyra með verkina, ertu ekki að ofgera þér suma dagana?  Farðu vel með þig, mín kæra. Við þurfum að byggja hús! 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.10.2007 kl. 00:08

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér finnst draumurinn þinn tákna að þú sért að taka til í þínum málum og Guðrún líka. Guðrún er gott nafn í draumi og þýðir orð (rún) Guðs. Að þú sért að ná andlegu jafnvægi er mjög gott og gerir þig færari í að takast á við lífið. Nýtt hús þýðir líka að byggja eitthvað nýtt og hlýjan þýðir betri líðan. Mér finnst þessi draumur ekki hafa neitt með dauðann að gera og ekki tákna líkkistu eða neitt slíkt. Hann merkir endurbætur og skýrar einfaldar línur (svart og hvítt)

Gott að þú ert komin með reglu á húshaldið. Svona þjónusta er afar mikilvæg. Láttu þér líða vel og Guð sendi þér fullt af heilunarenglumFríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.10.2007 kl. 01:52

7 identicon

Sæl Gillí

 Ég rakst á síðuna þína um daginn og las hana nokkrum sinnum án þess að kvitta fyrir og biðst hér með velvirðingar á því.  Ég kannast við að hafa hitt þig í gegnum bróðir minn hann Emil (erum bæði fyrrverandi Miklhreppingar).  Málið er að þegar ég las drauminn þinn gat ég ekki hamið mig.  Alltaf þegar mig dreymir húsadrauma sterkt þá er það fyrir áberandi breytingum í lífi mínu.  Ég myndi því túlka drauminn þinn þannig að aðstæður í kringum þig breytist á næstunni og að þér líði vel með þær breytingar.  Það er eins og þér finnist að þér hafi verið allar bjargir bannaðar undanfarið og það hafi farið alveg óskaplega í þig (sbr. lokaðar dyr og gluggar) og það að ástandið hafi verið eins þegar þú varst búin að byggja húsið myndi ég túlka sem svo að þú værir búin að sætta þig við það.  Vona að þetta hjálpi þér eitthvað við að skilja drauminn.  Gangi þér ofboðslega vel í baráttunni og ég sendi þér hlýjar kveðjur frá öllum í fjölskyldunni.

 Kveðja Linda Björk Jóhannsdóttir.

Linda Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 09:55

8 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Vona að þér líði betur og reyndu að hugsa vel um þig

Katrín Ósk Adamsdóttir, 11.10.2007 kl. 20:45

9 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Já við þurfum að byggja nýtt hús Guðrún og við munum gera það....Ragnheiður takk fyrir að benda mér á þessa draumasíðu, er búin að senda drauminn inn og vona að ég fái svar.

Gíslína Erlendsdóttir, 11.10.2007 kl. 22:11

10 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Engin spurning, það gerum við.

Vona að allt sé í lagi og að dagurinn hafi ekki verið mjög strembinn niður á Landsa, sakna þess að sjá ekki færslu. Hún kemur þegar þú ert tilbúin til þess, við hin bíðum róleg. Farðu vel með þig, mín kæra

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.10.2007 kl. 22:25

11 Smámynd: Ásta María H Jensen

Hús er sál mannsins.  Hvernig er umhorfs og hvernig manni líður.  Guðrún er sennilega tenging þín við hana sem sambærilega líðan.  Ykkur líður eins.  Þið þurfið báðar að byggja nýtt hús einsog segir í draumnum.. Gluggar eru útsýni, það er svartur litur í kringum gluggana sem táknar þann lit sem þitt útsýni er umvafið. Gluggarnir eru lokaðir sem þýðir að það kemur ekki hreint loft inn.  Ef þeir eru hreinir þá sérðu skýrt.  Hurðin er lokuð og er hvít.  Hvítur litur sýnir hreinleika.  Hurðin táknar hvernig er gengið inní húsið (sálina).  Húsið heldur hvorki veðri né vindum og það er kalt. Þið fáið ekki þá vernd sem þið sækist eftir, þið látið verða að því að bæta úr því með að byggja nýtt, hvort sem það er að komast yfir erfiðleikana eða sofna.  Húsið er eins en veitir hlýju.  Það er hægt að nálgast hlýju á margan hátt, bætt tækni ( lyf) eða Guð (svefninn). 

Guð veri með þér og vinkonu þinni

Ásta María H Jensen, 15.10.2007 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband