14.10.2007 | 22:35
Draumráðningin
Ég kvartaði og spurði hvers konar afgreiðsla þetta væri eiginlega, hvort ekki væri betra, fyrst ég á annað borð lægi þarna, að flikka bara vel upp á mig og senda mig svo heim, fríska og fína......
Kandídats-stráksgreyið var alveg í flækju yfir þessu og mér sýndist af háttalagi hans að ráða að hann væri hallur undir mína skoðun í málinu því hann næstum baðst afsökunar og ráðlagði mér að ná sambandi við Agnesi á morgun. Ég vil taka það fram að starfsfólkið á BB er allt hið yndislegasta fólk og ég hef undan engu að kvarta á því sviði.
Ég sendi drauminn um húsið inn á http://www.draumar.blog.is/blog/draumar/ og bað um ráðningu, hún kom og er svohljóðandi
Kæra Gíslína
Þessi draumur þinn er í raun mjög skýr, því húsið sem þig dreymir ert þú sjálf. Hvíti litur hússins táknar þinn innri frið og góð öfl sem umvefja þig. Þrátt fyrir að augun séu lokuð og baugótt þá eru stóru skilaboð draumsins þau að hjálpin er með þér og þú átt eftir að upplifa húsið þitt uppljómað hlýju á ný. Draumurinn er að segja þér að gefa aldrei upp vonina því það sem þú getur gert sjálf með huganum og styrkri hjálp vina, jafnvel þegar vindar blása og regnið dynur á, hleypir geislum sólar að á ný. Sál þín á eftir að eiga sér hlýtt og fallegt hús.
Guð veri með þér og þínu fólki
Athugasemdir
Ég fæ tár í augun og gæsahúð þegar ég les draumráðninguna.
Anna Einarsdóttir, 14.10.2007 kl. 22:41
Draumurinn þinn er fallegur. Léleg var afgreiðslan á deildinni, heldur fólk virkilega að komið sé þangað í kurteisisheimsóknir ?
Ja svei...
Hafðu það sem best og vonandi nærðu í góðan lækni á morgun.
Ragnheiður , 14.10.2007 kl. 22:43
Kæra Gillí, ósköp er að heyra af afgreiðslu spítalans. Það er stundum eins og það þurfi að vera atvinnufrekja til að fá áheyrn. Verst að þegar sjúkdómar og verkir herja eru litlir kraftar eftir í frekjuköst.
Draumráðningin er falleg og líst mér vel á hana.
Ég þakka þér kærlega fyrir "komment" á síðunni minni í gærkvöld, að þú skulir hafa gefið þér tíma í það þreytt og þjáð finnst mér mjög vænt um.
Kristjana Bjarnadóttir, 14.10.2007 kl. 23:08
Oh ég sá ekki draumaráðninguna en ég setti mína ráðningu inna drauminn.
Ásta María H Jensen, 15.10.2007 kl. 01:53
Ég á vart orð til að lýsa virðingu minni fyrir þér.
Sendi þér ljós og góðar óskir oft á dag, ég bý í nágrenni við þig.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.10.2007 kl. 10:51
Hi Gillí mín!
Takk fyrir síðast. Þessi spítalaheimsókn þín hefur verið erfið, maður skilur ekki svona móttökur. Ég hélt að það væri sjálfsagt að gera allt sem hægt væri fyrir þá sem koma upp á spítala. Til hvers að eiga öll þessi tæki og tól ef það má ekki nota þetta þegar á þarf að halda?? Kannski þú ættir að hafa samband við hann Óskar...........!!
Gangi þér sem allra best mín kæra
Sesselja (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 12:28
Skil ekki svona framkomu eins og þú fékkst uppá spítala þetta er fyrir neðan allar hellur. Draumráðningin er yndisleg
Gangi þér vel.
Ragnheiður (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.