16.10.2007 | 23:54
Þakkir
Mig langar að þakka henni Þórdísi Tinnu fyrir að minnast mín á síðunni sinni. Hún er löngu orðin landsfræg fyrir sína opnu umræðu um baráttuna við krabbamein. Ég held samt að ef einhver þarf stuðning þá sé það einmitt hún sjálf því ég vildi ekki standa í hennar sporum, að vera einstæð móðir á bótum frá ríkinu í baráttu við óvægin sjúkdóm 24 klukkustundir á sólarhring. Ég vil líka þakka ykkur sem lesið bloggið mitt og sendið mér kveðjur, kveikið á kertum og biðjið fyrir mér. Það er ómetanlegt.
Með ykkar hjálp og óendanlegri vissu um sigur í baráttunni við krabbameinið munu ég, Þórdís Tinna og við öll halda áfram að lifa góðu lífi um ókomin ár .
Athugasemdir
Þórdís Tinna er einfaldlega með innréttingu úr gulli. Það ert þú líka og við erum ekki að gefast upp neinsstaðar. Það er langt í það,mjög langt.
Þetta er rétti andinn Gillí mín, bara áfram veginn...
Ragnheiður , 17.10.2007 kl. 00:02
Já.... ég er svo sammála þér Ragnheiður.... og þú ert svo þriðja konan hérna með innréttingu úr gulli.
Þið eruð hver annarri betri mínar kæru....
Anna Einarsdóttir, 17.10.2007 kl. 00:10
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 00:16
KVEIKJI FYRIR TKKUR BAÐAR HETJURNAR.Sofðu vel
Helga valdimarsdottir. (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 00:51
Engin spurning, kenniningar og tölfræði eru til að afsanna þær. Ykkur Þórdísi Tinnu hefur tekist það hingað til enda sjaldgæfar perlur, báðar tvær
Við höfum verk að vinna í kerfinu, svakalega verður gaman að kljást við það verkefni.
Þangað til; farðu vel með þig og sparaðu rafhlöðurnar mín kæra
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.10.2007 kl. 01:08
Takk fyrir sjálf fyrir að minna okkur á að njóta lífssins.
Kristjana Bjarnadóttir, 17.10.2007 kl. 08:26
Sæl Gíslína. Fann þína síðu útfrá síðunni hennar Þórdísar. Alveg ótrúlegt hugrekki og kraftur sem þið sýnið , bið algóðan að vera með ykkur. Mig langar að senda þér línu en sé ekki netfangið þitt. Ef þú vildir vera svo væn að senda mér netfangið þitt (ég kvittaði með netfangi)
Kærleiksljós
Bára
Bára (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 09:12
Kærar þakkir kæra Gíslína. Jákvæður hugur og trú á bata bjarta framtíð og allt hitt sem okkur dreymir um, það er málið. Ég var að lesa Leyndarmálið sem ég fékk að láni. Ætla að gefa sjálfri mér hana í jólagjöf því ég á aðeins skilið það besta. Það á við um þig Gíslína, Þórdísi Tinnu, Ragnheiði, Þuríði Örnu og öll hin. Guð blessi þig og gefi þér góðan bata. Með glöðu hjarta kveðja Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.10.2007 kl. 12:34
baráttukveðjur til þín. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt... kv. thelma
p.s ég var á mbl.is og þú varst á lista yfir vinsælustu bloggin :)
Thelma (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 15:35
Ég tek undir fyrri mælendur, það er ekki síður hægt að dást að þér. Dugnaðarforkur og kjarnakona. Þú ert ómetanleg.
Knús frá Danmörkunni.
Addý (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 15:35
Elskur Gílli. Það er kveikt á kerti fyrir þig á hverju kvöldi hér í Turkey. Þú ert hetjan okkar og vinnur þetta stríð ekki spurning í okkar huga. Vildi svo að það væri eitthvað sem við getum gert fyrir ykkur. Stórt faðmlag og kveðjur.
Kata (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 16:28
Ég segji bara sömuleiðis, takk fyrir þig Strandakona, baráttukveðjur sendi ég þér.
Kær kveðja Sigrún Theresa
Sigrún (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 16:34
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.10.2007 kl. 21:43
Leit í heimsókn til að skilja eftir kæra kveðju til þín, frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:53
Ég get bara ekki skrifað undir að öryrkjar séu ,,okkar minnstu bræður´´
Það er einmitt þessi hugsanagangur sem veldur því að það er auðvelt að setja langveikt fólk og öryrkja á smánarbætur.
Sem minnir mig á:
Hver ætli fái lífeyrissjóðsgreiðslurnar mínar eftir að TR ákvað að mér væru þær of góðar?
Linda María Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.