7.11.2007 | 19:46
Fréttir af Gillí - 07 nóvember 2007
Komið þið sæl
Ég ákvað að setja hér inn smá færslu og reyna að upplýsa ykkur um ástand Gillíar.
Hún er ennþá mikið veik og því má segja að allt sé við það sama.
Það var fundur í dag með krabbameinslækninum hennar og á honum var ákveðið að hún yrði sennilega færð yfir á krabbameinsdeild Landsspítalans á morgun, þetta var hennar eigin ósk.
Hún óskaði einnig eftir því að fá lyf til að hjálpa sér að sofa en það hefur gengið erfiðlega undanfarnar nætur og vonum við að hún nái nú að hvílast almennilega í kvöld og í nótt.
Hún veit af ykkur, það hafa verið lesin fyrir hana comment og einnig gerir hún sér grein fyrir að þið eruð öll að fylgjast með. Ég vil biðja ykkur um að halda áfram að senda henni ykkar allra bestu hugsanir og bænir til að styrkja hana sem mest á þessum erfiðu dögum.
kveðja
Ragna mágkona
Athugasemdir
Æ ég finn svo til með þér elsku Gillí og ég hugsa stöðugt til þín
Katrín Ósk Adamsdóttir, 7.11.2007 kl. 19:51
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 19:54
Hugsa til þín og fjölskyldu þinnar! Guð gefi ykkur styrk.
Ásdís Emilía Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:05
Elsku Gillí ég mun biðja Guð að vera með þér og styrkja þig og fjölskyldu þína...Þú ert stöðugt í bænum mínum.
Benna, 7.11.2007 kl. 20:10
Elsku Gíslína. Guð veri með þér og fjölskyldu þinni. Ég hugsa til þín og bið fyrir þér.
Júlía Rós (Actavis) (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:13
Elsku Gillí mín- Vona að þér fari að líða betur elskan mín - ég hugsa fallega til þín
Þórdís tinna, 7.11.2007 kl. 20:46
Elsku Gillí.
Guð og góðar vættir veri með þér. Hugsa stöðugt til þín og fjölskyldunnar
Halla Dalsmynni (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:48
Kæra frænka, krafturinn sem lýsti af þér þegar ég hitti þig seinast er ógleymanlegur. Þú ert ein af þessum hvunndagshetjum sem hafa áhrif á umhverfi sitt með framgöngu sinni. Þú hefur snert marga strengi, velt við mörgum steinum og vafalaust fengið marga til að hugsa betur sinn gang.
Hjartans kveðjur til þín og fjölskyldunnar.
Kristjana Bjarnadóttir, 7.11.2007 kl. 21:02
bestu kveðjur
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 7.11.2007 kl. 21:05
Ljós og kærleikur
SigrúnSveitó, 7.11.2007 kl. 21:12
Elsku Gillí mín,
ég hugsa svo mikið til þín og vona að þér líði vel. Ég bið fyrir þér á hverju kvöldi að góður Guð vaki yfir þér og fjölskyldu þinni. Sigga Hanna, Jenný og Dagný Leifs biðja að heilsa þér. Bara svo að þú vitir það þá er ég komin heim, háskammtameðferðin gekk vel og mér líður vel.
Baráttukveðjur,
Þín vinkona Gunna
Gunna Axels (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 21:17
Ég hugsa svo mikið til þín og gái að skilaboum frá þínu fólki oft ádag. Í hvert sinn sendi ég þér hugskeyti sem er fulta af kærleika og bænum. Megi góður Guð senda þér bata og góða líðan, kæra bloggvinkona.Guð blessi þigFríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.11.2007 kl. 21:45
Kærar þakkir til þín Ragna mágkona
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.11.2007 kl. 21:46
Kæra frænka, hugsa til þín, það var gott að eiga þig að í skólanum þegar ég var 7 ára.
Hjartans kveðjur til þín og fjölskyldunnar
Erna Bjarnadóttir, 7.11.2007 kl. 21:48
Elsku Gilli
Hugur mín er stöðugt hjá þér kæra vinkona. Meiga allir englar og góðir mættir vaka yfir þér og styrkja þig í þessari erfiðu baráttu. Þú ert hetja
Kær kveðja Dagný
Dagný (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 22:21
Kæra Gillí
Ég hef fylgst með þér í gegnum bloggið hennar Þórdísar Tinnu. Ég hef hugsað mikið til þín undanfarna daga og fannst ég verða að senda þér kveðju. Ég var leiðbeinandi á deildinni hjá Heru barnabarninu þínu á leikskólanum Jörfa og hef haft gaman af því að heyra frá henni og systkinum hennar í gegnum bloggið þitt:) Hef fulla trú á að þú komist í gegnum þetta "verkefni".
kveðja ókunnug
Lena Rut (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 22:32
Guð veri með ykkur
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 22:47
Kæra góða Gillí.
Allt hið góða í heimi haldi
í hönd á þér og með þér sé.
Þín vinkona,
Ingibjörg
Ingibjörg (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 22:57
Elsku Gillí, ég mun hvorki spara hugsanir né bænir þér til handa. Hef leitað eftir styrk fyrir þig í allar áttir sem ég trúi að muni hjálpa þér.
Svefninn er þér svo mikilvægur, þegar hann er í ólagi vantar enn meiri orku. Það er því skynsamlegt af þér að biðja um aðstoð við hann mín kæra. Rétt hjá þér að óska eftir flutning ef það er það sem þú vilt þú átt að vera þar sem þú vilt. Ég er mjög stolt af þér nú sem fyrr, þú ert ótrúleg hetja eins og ég hef áður sagt. Þú átt þér fáa líka.
Kærar þakkir Gillí og Ragna að leyfa okkur hinum að fylgjast með. Þín er sárt saknað Gillí mín
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 7.11.2007 kl. 23:02
Elsku Gillí mín, öll mín orka og allar mínar bænir eru þínar.
Ragnheiður , 7.11.2007 kl. 23:07
Elsku Gillí mín. Þessa bæn sendi ég þér og öllu fólkinu þín sem og þeim sem biðja fyrir þér og heilsu þinni.
-Guð. Í deginum búa væntingar og vonir okkar. Guð gefðu okkur kjark og styrk svo væntingarnar verði að veruleika og vonir okkar alltaf Guði faldar. Amen.-
Guð gefi þér betri heilsu, meiri kraft og góðan nætursvefn.
Kær kveðja. Silla
Sigurlaug B. Gröndal, 7.11.2007 kl. 23:08
Sendi þér heilan helling af stuðningi og krafti. Hef fylgst með blogginu þínu um tíma og dáist að æðruleysinu og húmornum, hetjustelpa! Vona að líðanin eigi eftir að verða betri sem allra fyrst! Svefninn er svo mikilvægur og þegar hann er kominn í betra stand fer allt að lagast, vittu til. Kærar kveðjur af Skaganum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.11.2007 kl. 23:09
Ásdís Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:22
Kæra Gillí,
Guð gefi þér styrk til að komast yfir erfiðan kafla í lífi þínu. Þetta mun hafast! Þú ert í bænum mínum og ég lofa að senda marga marga verndarengla til þín.
Kær kveðja,
María (ókunnug)
María Konráðsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 23:33
Gillí hef þig í mínum bænum og megi Guðs englar vaka yfir þér og þínu fólki
kveðja Ellen
Ellen (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 23:45
Sendi þér fallegar hugsanir og hlýja strauma
Guðný Drífa Snæland, 7.11.2007 kl. 23:50
Vildi bara kvitta skoða síðuna á hverjum degi. Ég mun biðja fyrir þér áfram. Baráttu kveðjur
NÞ
Nanna Þórisd (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 23:55
Elsku Gillí..ég dáist af hugrekki þínu og eljusemi.Þú ert algjör hetja í mínum augum og hefur kennt mér mikið með þínum skrifum.Ég bið guð að leiða þig áfram í þessari þrautagöngu og ég sendi þér orkuknús og fullt af verndarenglum.Vona að þér líði sem best og getir sofið í nótt.Baráttukveðjur til ykkar allra og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þér fallega kona:)
Björk töffari (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 23:55
Elsku Gillí og fjölskylda. Megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur og blessa. Megi tíminn sem fram undan er vera ykkur til gleði og kærleika þótt hann sé blandaður sorg og söknuði. Standið saman og haldið utan um hvort annað. Það eru ekki peningar eða hlutir sem ráða ferð hér á jörð, heldur kærleikurinn. Hann lifir að eilífu. Þú ert sterk og hugrökk kona og hefur sýnt og kennt okkur hinum hvernig á að takast á við erfiðleika og sjúkdóma. Þú hefur hvatt mig í mínum missi. Þú ert hetja !
Sigrún, systir Guðrúnar Jónu.
Sigrun Bryndis Gunnarsdottir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 01:01
Elsku Gillí og fjölskylda. Sendi ykkur mínar dýpstu og innilegustu baráttukveðjur. Takk Rósa og Ragna og ykkar fjölskyldur fyrir að senda okkur fréttir af líðan Gillíar hverju sinni.
Ragnar Gunnarsson, 8.11.2007 kl. 01:38
Kæra frænka
Við stórfjölskyldan sendum þér og fólkinu þínu góðar kveðjur.
Kveðja, Asthildur Sturludóttir
Asthildur Sturludottir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 01:41
Sendi baráttukveðjur til þín og þinna! Hef verið að glugga aðeins á bloggið þitt og séð út úr því hörkukvendi! Megi allar góðar vættir vaka yfir þér og þínum.
Sigríður Hafsteinsdóttir, 8.11.2007 kl. 03:00
Kæra Gillí
Guð veri með þér og fjölskyldu þinni.
Baráttukveðjur, Hafdís (ókunnug)
Hafdís Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 08:44
Elsku Gillí og fjölskylda
Við sendum ykkur baráttukveðjur og biðjum góðan Guð að passa ykkur
Risa knús
Sigga(ókunnug) og fjölskylda
Sigríður Inga (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 08:48
Elsku Fjölskylda megi algóður guð gefa ykkur styrk til að sigra þessa lotu. Þú Gíllí er alvega ótrúlega sterk og haltu í vonina það er ekkert annað í boði.
Berglind ókunnug (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 09:11
Elsku Gíslína,
Hugur minn er hjá thér.
Baráttukvedja frá Ragnheidi
neinars, 8.11.2007 kl. 09:14
Elsku Gíslína! Megi guð gefa þér og þínum styrk í þessari erfiðu baráttu. Ég hugsa mikið til þín og hef lesið skrif þín undanfarið, á þeim skrifum sé ég að þarna er á ferðinni engin venjuleg kona. Hugur minn er hjá þér elsku Gíslína!
Bestu kveðjur, Magga (ókunnug)
Margrét (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 09:50
Baráttukveðjur,Guð veri með þér og þínum.
kv Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 10:01
Halldór Egill Guðnason, 8.11.2007 kl. 10:07
Elsku Gillí! Þú ert í huga mér daga og nætur! Það var svo dýrmætt að hitta þig og knúsa á sunnudaginn. Ég vona að þú hafir náð að sofa vel í nótt, því ég veit af eigin reynslu að svefninn getur gert kraftaverk. Sendi líka bestu kveðjur til allra þinna nánustu sem eru svo samstæð í að veita þér alla sína ást og umhyggju, og það er gott að vita að þú átt svona marga yndislega að. Koss og knús ljúfan mín, þú ert hetja! þín vinkona Ebba
Ebba (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 10:16
Kæra Gillí. Ég sendi þér mínar bestu óskir um betri líðan. Ég hugsa til þín á hverjum degi og kveiki á kerti fyrir þig og vonast alltaf til þess að þú hafir það betra í dag en í gær. Takk enn og aftur fyrir að leyfa okkur hinum sem lesum bloggið þitt að fylgjast með líðan þinni. Kær kveðja til þín og fjölskyldu þinnar.
Elísabet (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 10:48
Kæra Gillí og fjölskylda.
Ég er ykkur ókunnug en lít inn og fylgist með, finnst ótrúlegt ef þú hefur ekki verið að fá svefnlyf úr því að svefninn hefur ekki verið mikill.
Sendi þér og þinni fjölskyldu kærleiksríkar hugsanir og fyrirbænir. Eitt kertaljósið í stofunni minni í rökkrinu er þitt ljós.
kær baráttukveðja frá Sólveigu
Sólveg (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 11:42
Sæl kæra!
Ég veit að þú færð þessa kveðju því fjölskyldan þín er svo ötul og umhyggjusöm + það, að ég veit að þú ert með laptop-inn hjá þér á spítalanum. Við Óli komum frá Spáni í nótt og það er ekki eðlilegt hve loftslagið er ólíkt.....þessu hér. Auðvitað tókum við fullt af myndum og ég sendi til þín á eftir í maili.
Elsku besta, ég óska þér bata og verkjalausra daga. Þú veist að þú hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá okkur
Kveðja af Melnum.
sesselja Bj. (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 12:00
Elsku Gillí. Ég verð að rifja upp eina sögu sem ég gleymi aldrei og fær mig alltaf til að brosa Ég var í heimsókn í sælunni hjá Gerðu frænku og ykkur í Dal, sennilega verið um 5 eða 6 ára aldurinn og þið Rósa voruð að fara á ball. Búnar að dressa ykkur upp og voða fínar. Eins og þeir sem til ykkar þekkja þá eruð þið nú mjög ólíkar systur og voruð mjög ólíkt klæddar. Rósa frænka, náttúrbarnið var klædd í vítt og þægilegt pils og lágbotna skó, svolítið hippaleg en þú alltaf þessi skvísa eins og klippt út úr tískublaði. Litla frænka var með stjörnur í augunum fannst þú svo flott. Egill, litli bróðir þinn var nú alls ekki sammála! Hann var eins og gamall kall og minnti næstum því á afa sinn á efri hæðinni þegar hann þusaði hálft kvöldið að hann skildi nú bara ekki fyrir það fyrsta hvernig þér hefði tekist að troða þér í þessar gallabuxur og hvað þá hvernig hægt væri að lifa það af að vera í þessu pyntingartæki til lengri tíma.
Elsku Gillí megi allt það góða styðja þig og styrkja. Þín frænka Gyða
Gyða frænka (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 13:06
Baráttukveðjur. Guð veri með þér. Kkv.ÞÞK
Þuríður Þorbjörg Káradóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 13:09
Vona að heilsan sé að lagast elsku Gillí
Katrín Ósk Adamsdóttir, 8.11.2007 kl. 13:12
Elsku Gíslína,
Ég bið þess að algóður Guð og allir himinsins verndarenglar umvefji þig
með ást og kærleika öllum stundum og gefi þér og þínum styrk á erfiðum dögum.
Björg (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 13:21
Elsku Gillí mín! 'Eg hef fylgst með þér og baráttu þinni hér á blogginu og það er aðdáunarvert hversu sterk þú ert,þú hefur líka kennt mér og mörgum öðrum að meta lífið á annan hátt að ég tali nú ekki um húmorinn þinn vona að þú hafir náð að sofa vel þú ert algjör hetja. Guð veri með þér og öllu þínu fólki.
Stúlla í Bdl. (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:49
Hæ Gillí mín ég hugsa stöðugt til þín og bið guð að fara nú að láta þér líða betur ég held áfram að biðja fyrir þér og fjölskyldu þinni. Reyndu að hvíla þig og safna kröftum.
kveðja
Ragnheiður
Ragnheiður (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 17:53
Ragnheiður , 8.11.2007 kl. 17:55
Megi allar góðar vættir vaka yfir þér og þinn fjölskyldu á þessum erfiðu tímum. Barátturkveðjur frá mér til þín Þú ert sannkölluð hetja.
Vala, (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 18:08
Sendi hlýjar kveðjur til ykkar allra, með von um að Gíslína hvílist vel um nætur. Vonandi er líðanin eins og best verður hægt að hafa hana í miklum veikindum. Hún á það skilið og þið öll. Baráttukveðjur til þín Gíslína og fjölskyldu þinnar. Kveðja, Helga(ókunnug) .
Helga Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.