Endalausar spítalaferðir

Ætli ég fari til Rómar á næstunni. Ég gafst upp á þenslu og vökvasöfnun í gærkvöldi klukkan 11 og hringdi í Ásgeir sem keyrði mig á bráðamóttökuna. Skrítið hvað þetta gerist hratt, á nokkrum klukkutímum blæs ég út með viðeigandi sársauka. Ég var á bráðamóttökunni í nótt og í morgun var tappað af mér tveimur lítrum af vökva. Síðan fór ég í beinþéttnisprautuna og var að koma heim. Ásgeir náði í mig. Hann er núna að ryksuga með tilþrifum. Hann setti Cat Stevens á fóninn.....stillti mjög hátt og syngur ástöfum meðan hann ryksugar. Óborganlega eðlilegur.

Vonandi slepp ég við hitavelluna sem ég fékk eftir síðustu sprautu. Agnes sagði að núna væru öll ráð úti og ég myndi hætta á krabbameinslyfjunum. Blóðið var í lagi, lifrarprófin svipuð og síðast en æxlisvísirinn heldur hærri, fékk ekki gildin hjá henni. Ætli við höldum ekki fjölskyldufund með mér, Palla og strákunum fljótlega. Það er gott að allir viti hvernig staðan er, hún sagðist ekki geta gefið út hversu langt ég ætti eftir, það væri mjög einstaklingsbundið hversu fólk héldi svona veikindi lengi út en smám saman mun krafturinn minnka og að lokum lognast maður bara útaf.  Ég hef nú hug á að hanga uppi lengur en skemur og nýta tímann í eitthvað skemmtilegt. Agnes mælti líka með því að ég notaði tímann vel.

Ætli ég fari ekki í rúmið núna enda uppdópuð eftir spítalavistina, Palli er svo væntanlegur heim í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Gillí mín. Það er erfitt að lesa þetta, þú ert afar raunsæ kona. Þú ert skynsöm og greinilega skilur gang mála. Ég er samt ekki tilbúin í að gefast upp og ætla að biðja fyrir þér áfram...elsku Gillí.

Ragnheiður , 2.10.2007 kl. 17:46

2 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Takk Ragnheiður mín, ég hugsa líka til þín og þinna nánustu.

Gíslína Erlendsdóttir, 2.10.2007 kl. 18:28

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Kæra Gillí, þú ert búin að horfast í augu við þetta skrímsli í hátt í ár. Barátta þín hefur snortið mig og vafalaust fleiri djúpt. Æðruleysi þitt núna tekur samt öllu fram. Ég hef hugsað til þín, oft á dag eftir að samskipti okkar hófust hér í bloggheimum. Þú hefur hvatt mig áfram og gefið mér mjög góðar athugasemdir.

Ég hugsa einnig til strákanna þinna, Palla og allrar stórfjölskyldunnar. Megi kjarkur þinn og óbilandi baráttuhugur fleyta þér sem lengst.

Kristjana Bjarnadóttir, 2.10.2007 kl. 18:32

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Gíslína, ég er að fara inn á síðuna þína fyrst núna, hún Ragnheiður er svo dugleg að benda okkur hinum á fallegar síður eins og þína,
Megi góður Guð blessa þig og vernda Gíslína mín,
Mun kveikja á kerti og biðja fyrir þér og þínum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.10.2007 kl. 20:27

5 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Ég er í sömu stöðu og hún Guðrún Emilía hérna á undan..er að koma hérna í fyrsta sinn því ég sá link inni á síðunni hjá Ragnheiði

 -- handa þér

ég þarf að fara að lesa meira og mun vera tíður gestur hér eftir

kveðja Ásta 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 2.10.2007 kl. 20:52

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sendi þér og þínum ljós og fallegar hugsanir.  Það er ótrúlega sérstakt að fylgjast með síðunni þinni, þú hlýtur að hafa fengið æðruleysið í vöggugjöf.

Guð veri með þér. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.10.2007 kl. 21:44

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

sendi góða strauma til þín

Einar Bragi Bragason., 2.10.2007 kl. 21:52

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 21:58

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Anna er min bloggvinkona og vakti athygli mína á þínum sjúkdómi. Þú ert ótrúlega góður og yfirvegaður penni með þessar sjúkdómslýsingar í farteskinu. Ég sendi þér hér með hlýjar og góðar kveðjur og njóttu alls eins og þú getur. Það er til málsháttur sem segir: Allt vinnur elskan.

Edda Agnarsdóttir, 2.10.2007 kl. 22:59

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gillí mín.  Þú mátt vita að ég er stolt af að þekkja þig.... þvílíkur karakter ! 

Anna Einarsdóttir, 2.10.2007 kl. 23:44

11 Smámynd: Benna

Úff ég segi ekki meir, pabbi minn er að kljást við krabbamein og mikið vildi ég að hann ætti eins auðvelt með að tala um sjúkdóminn og þú það er svo sannarlega ekki öllum gefið...

Þú munt vera í bænum mínum, megi Guð styrkja þig og fjölskyldu þína

Benna, 3.10.2007 kl. 00:10

12 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Éer mjög döpur að lesa þetta en þú sýnir ótrúlegan styrk og ég hugsa hlýjar hugsanir til þín og fjölskyldu þinnar

Katrín Ósk Adamsdóttir, 3.10.2007 kl. 00:15

13 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Við höfum aldrei hist né sést. Þú ert og verður ávallt hetja í mínum augum

Halldór Egill Guðnason, 3.10.2007 kl. 00:42

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Anna Einars vísaði á síðuna þína. Æðruleysi þitt snertir mig... hvað getur maður sagt. Sendi þér og þínum hugheilar kveðjur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.10.2007 kl. 01:05

15 identicon

Kæra Gillí, Ég hef fylgst með blogginu þínu og ég verð að segja að ég dáist að þér. Ég sé að þú ert frá Ströndum foreldrar mínir eru líka þaðan frá Gjögri og Furufirði,ég hef alltaf heyrt að Strandafólk væri sterkt fólk og þar ert þú svo sannarlega í fremstu röð.Gangi þér sem allra best í þessari baráttu, Guð blessi þig og þína. Kær kveðja Sigrún Theresa  

Sigrún (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 10:49

16 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Takk öll fyrir stuðninginn og góðar kveðjur til mín, þær hjálpa mér ósegjanlega mikið í þessar baráttu. ÉG þekki flest ykkar ekki neitt og samt eruð þið að lesa og senda mér góða strauma, það þykir mér mikill kærleikur og vísan í gott hjartalag.  Megi þið eiga langt, hamingjusamt og ...heilsugott líf.

Gíslína Erlendsdóttir, 3.10.2007 kl. 11:18

17 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Að áeggjan Önnu frænku þinnar og bloggvinkonu skoðaði ég síðuna þína og..... vá þvílík kjarnorku kona hér á ferð.

Vil senda þér hugheilar kveðjur. Megi guð blessa þig

Arnfinnur Bragason, 3.10.2007 kl. 13:16

18 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sumir stirkjast í brimgarði lífsins og verða sem ljósberar fyrir okkur hin. Takk fyrir að deila þinni reynslu til okkar, megi allt gott þig styðja og styrkja.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.10.2007 kl. 13:32

19 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ég dáist að því æðruleysi sem þú sýnir í skrifum þínum.  Í mínum augum eru hetja.  Þekki þig ekki neitt en þekki aftur á móti til fjölskyldu þinnar.  Ég hef komið hér reglulega við og fylgst með baráttu þinni. 

Bestu þakkir fyrir að segja frá reynslu þinni. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 3.10.2007 kl. 13:42

20 identicon

Elsku Gillí mín.  Ég er nýbúin að frétta af blogginu þínu og var að ljúka við að lesa allar færslurnar, allavega frá því í maí.  Ég verð að viðurkenna að ég er í nettu sjokki, því ég hafði ekki gert mér grein fyrir alvarleikanum sem hér er á ferð.  Verð samt að segja að þú ert alltaf jafngóður penni og ég hef skemmt mér yfir nokkrum sögunum og skellihlegið.  Það eru bara sumar aðstæður sem ég get engan veginn séð þig fyrir mér í, eins og t.d. að liggja aðgerðalaus með tærnar upp í loft.  Geturðu í alvöru horft á heila dvd mynd í einu án þess að þurfa að gera eitthvað inn á milli?

Innilegar baráttukveðjur!

Gyða frænka (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 15:26

21 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Anna Einars benti mér á síðuna þína. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að skrifa svo ég sendi þér bara knús og baráttukveðjur

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.10.2007 kl. 16:12

22 identicon

Elsku Gillí.Styrkur þinn og baráttuhugur er ótrúlegur. Hugur minn er hjá þér og fjölskyldunni.

gamli kennarinn þinn

Hm, á annars ekki að vera upsilon þarna í GillÝ????

Halla Dalsmynni (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 17:36

23 identicon

Elsku Gillí, megi guð og góðar vættir vaka yfir þér og gefa þér styrk til að halda áfram að berjast. kv. Unnur

Unnur Valdemarsd. (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 18:12

24 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Takk Halla, nei bara einfalt i.

Gíslína Erlendsdóttir, 3.10.2007 kl. 18:15

25 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Kæra Gillí, sendi þér styrk í hjartað og faðmlag í sálina. Takk fyrir að leyfa okkur að lesa um baráttu þína. Það hjálpar mér að lesa um tilfinningar þínar þar sem mamma mín átti ekki svo gott með að tjá sig um sína baráttu. Ég sé mikið eftir því að reyna ekki að komast nær henni áður en hún dó.

Skrif þín eru æðrulaus. Takk fyrir það.

kveðja

Harpa Oddbjörnsdóttir

Harpa Oddbjörnsdóttir, 3.10.2007 kl. 18:45

26 identicon

Kæra Gillí, það þarf kjark til að skrifa um slíka baráttu jafn opinskátt og þú gerir. Það er áreiðanlega mörgum hvatning sem standa í sömu sporum. Ég er líka sannfærð um að opin umræða á hreinskilnum nótum er af hinu góða þó ekki sé það alltaf léttasta leiðin.

Guð blessi þig Gillí og alla þína fjölskyldu.

kveðja,

Ásdís frá Brekkubæ

ásdís (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband