9.10.2007 | 21:56
Tilraun til frægðar...
Konan horfði sorgmædd á mig og sagði....Því miður þá gildir þessi miði ekki út í Viðey bara í matinn á eftir.....það er annar miði sem gildir út í eyju...... Hringdi í Sigrúnu og hún var ekki mjög ánægð enda fengið boðsmiðann ásamt bréfi sem útlistaði nákvæmlega dagskrána í kringum ferðina. Hún sá ekki tilganginn að fá slíkar leiðbeiningar ef miðinn gilti bara í matarboð. Kannaðist ekki við að hafa fengið annan miða. Þetta var samt bara gaman, gott veður og ég hefði alveg verið til í smá göngu um miðbæinn í góða veðrinu.....enda sérlega vel klædd. Palli skilaði og sótti og var ekki græjaður í útivist svo miðbæjarrölt verður að bíða betri tíma. Ég er líka þakklát Sigrúnu fyrir að velja mig sem sinn fulltrúa á stórviðburð....ég nennti ekki að borða með Villa Vill að þessu sinni. Sendi Yoko bara.....I love you...boð í gegnum súluna.
Fór í aftöppun til Agnesar í dag, hálfur líter af hvítri drullu lak úr mér og hvíti liturinn vakti athygli Agnesar, hingað til verið gulur. Hún sagði líklegt að ástæðan væri bólga í eitlum. Hún tók sýni í ræktun. Svo setti hún mig á dúndursýklalyfjaskammt, ein pilla á dag í þrjá daga ef ske kynni að ég væri með sýkingu í þessu. Á að mæta aftur á fimmtudaginn í ómskoðun til að athuga hvort vökvapollar séu að myndast þar sem venjuleg aftöppunin nær ekki til. Eftir rannsóknina eigum við Páll að mæta til hennar og fara yfir stöðu mála.
Var að rísa upp rétt í þessu úr slæmum verk í mittinu, tvær morfín slógu á verkinn en ég held samt að ég fari bara í rúmið, verð þá bara hressari á morgun. Fékk tvær TR fréttir í dag, önnur var sú að heimaþjónustan var samþykkt og á morgun kemur kona með þjónustusamning til mín sem lýtur að því að ég fæ aðstoð við þrif o.fl. kemur í ljós á morgun. Hitt var að ég á inni hjá TR eftir uppgjör og útreikninga m.v. tekjuáætlun síðasta árs og skiluðu skattframtali. Upphæðin er rúmar 54.000 krónur fyrir utan skatt svo ég fæ smá pening útborgaðan einhvern næstu daga. Best að leggja hann fyrir til að geta borgað hann til baka á næsta ári.
Borðaði eins og hestur í dag, fékk svaka góða kjötsúpu hjá Gunnhildi mágkonu í hádeginu og svo er Frón kremkex og kaffi á göngudeildinni ansi gott miðdegissnarl. Kvöldmaturinn datt upp fyrir að þessu sinni en ætli tekex og appelsína bjargi því ekki fyrir svefninn.
Athugasemdir
Góð tilraun hjá þér.... ehhh.... Sigrún. Átti ekki matarboðið að vera í Viðey ? Ég er bara að hugsa.... ef boðið átti að vera í Viðey, var þá ætlast til að matargestir syntu út ?
Anna Einarsdóttir, 9.10.2007 kl. 22:16
Það sem þú leggur ekki á þig, mín kæra. Aftöppun í morgun og svo á að skreppa út í Viðey, sí sona. Ótrúlegur orkubolti. Hvernig ferðu að þessu? Ég gæti alveg þegir eitthvað af góðum ráðum
Ég tel það afar skynsamlegt að leggja þessa fúlgu frá TR til hliðar fyrir næsta ár, það kemur örugglega einhver endurkrafa í hausinn á þér þá. Er mikið búin að velta því fyrir mér, hvaða nafngift hæfir þessari "ágætu" stofnun svo hún standi undir nafni.
Flott að þú skyldir fá heimilisþjónustuna samþykkta, skárra væri það nú, búin að greiða skatta og skyldur í all mörg ár, ekki satt? Þú hefur annað og mikilvægara við tíman að gera.
Varðandi kvöldmatinn; Söss,söss Gíslína; tekex og appelsína er megrunarfæði! Haltu þá frekar áfram í ostunum og sultunni. Svo ég nefni nú harðfiskinn aftur, það er hægt að fá fanta góðan harðfisk fyrir framan vínbúðina á Dalveginum og í sölubásum í Mjóddinni. En hvort salan sé bundin við föstudaga, skal ég ekki segja. En harðfiskurinn bráðnar uppí manni, um langt skeið var hann uppistaðan í fæðu minni.
Krosslegg fingur fyrir þig og hugsa til þín varðandi fundinn á fimmtudaginn. Mundu bara að kenningar eru til að afsanna þær! Þú hefur verið dugleg við það.
Gott að heyra að engin taugaskaði varð hjá Kára en þetta á eftir að taka tíma úr því sárið verður að gróa frá botni. Það kemur sér vel að hann er ungur og sprækur og á yndislega mömmu.
Sofðu rótt mín kæra.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.10.2007 kl. 22:18
Sigrún Stefáns mágkona mín og yfirmaður Rásar 2 gaf mér miðann og ég varð því að segja að ég héti Sigrún. Maturinn var í Listasafninu við Tryggvagötu svo maður fékk ekki sundsprett út úr þessu.
Já Guðrún ég skipti reyndar og sleppti tekexi og appelsínu og borðaði hálfa skonsu með brie og heimatilbúinni steikarpylsu. Held að við eigum meira að segja fullt af harðfiski í kistunni frá bróður Palla sem er stýrimaður á fiskiskipi. Svo er hann Hiddi frændi minn í Bjarnarhöfn alltaf að selja í Kolaportinu og harðfiskurinn hans er feiknagóður. Verst að ég fer bara aldrei í Kolaportið.
Ég hef grun um að ég hafi fengið heimilisþjónustuna af því ég er á dauðalistanum hjá ríkinu en auðvitað á ég þetta inni hjá þeim, búin að vinna eins og skepna frá 16 ára aldri, fulla vinnu fram að 1. des. 2006.
Gíslína Erlendsdóttir, 9.10.2007 kl. 22:56
Seinheppin kona eða hvað. Horfði á ljósið mikla kveikt í beinni og finnst þetta tilkomumikið. Og þá er það TR, hvað ætli það kosti, allt eftirlitið með því að fátæklingarnir fái ekki of mikið. Ég get ekki annað en vorkennt því fólki sem vinnur við þennan óskapnað sm TR er. Þú hefur þó komst í gegnum nálaaugað hjá heimilishjálpinni enda ertu orðin svo ansi lík "Tviggý"
Vonandi tekst að stöðva þessa vökvauppsprettu innra með þér. Guð blessi þig og hætti við að kalla þig til sín, svona alltof snemmaFríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.10.2007 kl. 23:36
Ég myndi geyma aurinn undir koddanum svo hann komi ekki fram sem gróði eða einhver önnur eins vitleysa. Þú gætir þá lent í að borga hann amk tvisvar til baka og það er verra...þvílíkt batterí sem TR er orðið...
Hafðu það sem best mín kæra...
Ragnheiður , 10.10.2007 kl. 08:43
Þú ert alveg með ólíkindum - þvílíkur kraftur í þér kona . Ég var á gangi inn á lansa í gær og var að tala í símann og var því ekki nógu snögg að átta mig en ég er eiginlega alveg viss um að ég mætti þér- getur það passað ???-
Hafðu það sem allra best
Þórdís tinna (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 10:51
Já það getur passað Þórdís, ég óð niður ganginn og mætti þér örugglega, var ekki viss fyrst en svo þegar ég kom út þá var ég eiginlega alveg viss um að þetta varst þú. Við stoppum næst þegar við mætumst.
Gíslína Erlendsdóttir, 10.10.2007 kl. 11:48
Sæl Gillí, langar bara að kasta á þig kveðju og þakka þér fyrir skrif þín og leyfa okkur að fylgjast með þér, baráttu kveðjur frá mér til þín Strandakona.
Hér er eitt lag sem ég fann á netinu og kollféll fyrir því og nú vil ég deila því með helst öllum. Kveðja Sigrún Theresa
http://www.youtube.com/watch?v=FTv9m8c6hnw
Sigrún (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 15:23
Sæl Sigrún og takk fyrir kveðjuna. Dásamlegt lag og flutningur. Bæti því við á jarðarfararlistann minn.
Gíslína Erlendsdóttir, 10.10.2007 kl. 16:36
Hæ Gillí, það var örugglega ekkert skemmtilegt í þessu matarboði. Með borgarfulltrúum og Orkuveitufólki í friðarmatarboði hahaha. Svandís Svavars hefur örugglega sagt I Love You við Villa Ég les lærdómsríkt að lesa bloggið þitt. Þú gefur öðrum mikið. Bestu kveðjur/Þorsteinn
Þorsteinn Sverrisson, 10.10.2007 kl. 19:05
Já alveg örugglega rétt hjá þér Steini minn.....I love you
Gíslína Erlendsdóttir, 10.10.2007 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.