Frumsýning

Ég spurði manninn minn í dag hvað hann væri búin að gera og segja ef hann væri landsliðsþjálfarinn í fótbolta karla......"ég væri löngu búin að segja upp starfinu og ef ekki þá væri ég núna á leiðinni úr landi".   Hvað í ósköpunum er að brjótast um í hausnum á þessum annars ágæta manni, ætli hann sjái fram á að fara á atvinnuleysisbætur. Það hlýtur að vera eitthvað mjög slæmt sem tekur við hjá honum ef hann hættir að þjálfa. Ekki búinn að ná öllu út úr liðinu...segir hann, hann stefnir kannski neðar...hver veit.

Annars hef ég lengi stutt þá hugmynd að fá bara Guðjón aftur í jobbið. Hann er eini íslenski þjálfarinn sem er nógu geggjaður til að ná árangri Devil.

Við vorum að koma heim af frumsýningu á myndinni Syndir feðranna, heimildarmynd um Breiðavíkurheimilið. Ég var nokkuð ánægð með myndina, hún svaraði flestum mínum spurningum um þetta mál. Ég sá meira að segja mynd af Eika heitnum sem dvaldi þarna meðan Þórhallur var við stjórn. Eiki var einn af þessum krökkum sem var erfiður, sennilega í dag greindur ofvirkur en var sendur til Breiðavíkur og kom líklega ekki heill þaðan því honum reyndist erfitt að fóta sig í tilverunni alla tíð síðan.

Ég dáðist að mönnunum sem þarna komu fram og sögðu sögu sína um leið og ég hugsaði til þess með hryllingi hversu fáránlegt þetta allt var. Þarna var blandað saman litlum drengjum frá 8 ára aldri fram á unglingsaldur og ég sá fyrir mér elskulegan 8 ára Gabríel Mána sendan burt frá heimilinu sínu, ekki í nokkra mánuði heldur í nokkur ár. Þeir fengu enga samúð, enga umhyggju, bara grimmd, annað hvort eða bæði af eldri drengjunum eða starfsfólkinu. Persónulega finnst mér ríkið skulda þessum mönnum bætur þótt það dugi skammt þegar mannslíf eru í húfi.

Ásgeir og Rakel eru farin til Madridar yfir helgina í árshátíðarferð en við Palli eigum von á gestum annað kvöld. Helgin er óskrifað blað, kannski reyni ég að kíkja á nokkrar útsölur og hugi að jólagjöfum því tíminn líður alveg ógurlega hratt.  

Allt sem ég geri er á hálfum hraða og að auki eru dagarnir bara hálfir því ég kemst ekki á fætur fyrr en fyrsta lagi klukkan tíu því ég þarf að verkjastilla mig og oft ná upp svefni eftir truflaðar nætur.  Palli var vakinn klukkan 6 í morgun og krafinn um sprautu, hann stökk á fætur, náði í græjurnar og nálin á kaf í mjöðmina.  Engin áhrif, ég hélt áfram að kvarta og þá kom í ljós að hann hafði tekið vitlaust lyf, ég fékk sem sagt morfín í stað Toradolsins svo hann þurfti að sprauta aftur. Mjög gott að geta bara snúið sér á hægri hliðina og fengið læknisþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Sammála þínum heimilislækni um landsliðsþjálfarann....vonandi verður helgin þér góð Gillí mín.

Ragnheiður , 18.10.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.10.2007 kl. 23:59

3 identicon

Eiga ekki allir betri iðnaðarmenn hjálm með ljósi?

Mæli sterklega með því að Páll sofi með sinn - eða geymi hann a.m.k. á náttborðinu...

Linda María Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 09:59

4 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Haha...góð hugmynd Linda.

Gíslína Erlendsdóttir, 19.10.2007 kl. 10:24

5 identicon

http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=9b36f813-6a2b-4703-a02b-3de49bf6af9a&mediaClipID=0d90ddaa-2891-4749-8ad7-75d649fc9142

 Hi Gillí mín!

 Rosalega löng slóð sem ég er að senda á þig, en þannig er að frænka mín er að blogga og er er með þennan link til að sýna hve fólk á förnum vegi er lítið að spá í borgarmálin......allir voða fáfróðir nema einn eldri maður og einn ungur. Ég sá ekki betur en að þessi ungi (sem fylgist auðsjánlega vel með) væri hann Kári þinn. :)

Ég ætla að fara að sjá þessa bíómynd um Breiðavík og það er örugglega erfitt að horfa á þetta.........en samt finnst mér að fólk eigi að fara........það er ekki endalaust hægt að loka augunum fyrir slíkum staðreyndum.

Vona að þið eigið góða helgi framundan.

Sesselja (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 12:07

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kári alltaf flottur. 

Anna Einarsdóttir, 19.10.2007 kl. 12:41

7 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Passar þetta er Kári. Mæli með myndinni, hún er átakanleg án þess að vera ógeðsleg eða fara yfir strikið, þeim hefur tekist ótrúlega vel að skila þessu efni á áhrífaríkan og líka faglegan hátt.

Gíslína Erlendsdóttir, 19.10.2007 kl. 13:32

8 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Vá hvað fólk er vitlaust, bara í einhverri loftbólu, skuggalegt, meira að segja litlu krakkarnir voru efnilegri en unga parið sem hafði annað að gera en fylgjast með borgarmálunum....sem eru samt þeirra eigin persónulegu mál.  Kári hefur alltaf fylgst vel með og er áhugamaður um sagnfræði og ýmis fræðileg mál, hann hefur aldrei lesið neitt annað en eitthvað gáfulegt, aldrei reyfara eða sögur svo ég skil ekkert í því afhverju hann er ekki löngu kominn í Háskóla drengurinn.

Gíslína Erlendsdóttir, 19.10.2007 kl. 13:38

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þetta Breiðavíkurmál er óhugnanlegt og ætla ég svo sannarlega að sjá þessa mynd.

Eyjólfur er kominn á endastöð svo einfalt er það.

Farðu vel með þig og GUÐ veri með þér.

Magnús Paul Korntop, 20.10.2007 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband