Komin með sprautupróf

Af síðustu færslu mætti draga þá ályktun að ég væri í stofufangelsi þegar Páll er heima en svo er auðvitað ekki, ég verð bara miklu duglegri að sinna mínum skemmtiefnum þegar hann er það ekki. Tek yfirleitt GÓÐAR dvd myndir á leigu og reyni þannig að ná upp því sem ég hef misst af síðustu mánuði. Svo líður mér alveg sérlega vel að fá svona húsmæðraorlof og þurfa ekki að elda og hafa þetta bara allt saman eftir mínu eigin höfði.

Ég fékk heimsókn frá Karítas í gærkvöldi og aftur í morgun og lærði að sprauta mig sjálf með blóðþynningaryfinu. Það er auðvitað bara minnsta mál, enda daman úr sveit og ýmsu vön. Núna á að prófa að bæta steraskammti við hin hin lyfin til að reyna að stoppa þessa vökvasöfnun. Hjúkkurnar hjá Karítas ætla líka að fylgjast með verkjastillingunni og hjálpa mér að ákveða stærð verkjalyfjaskammta.

Ég er búin að bóka....loksins en hef inn á milli lagt mig örlítið. Er eitthvað þreytt og syfjuð en í kvöld fer ég í mat til Egils og Rögnu og reyni svo að horfa á eina góða mynd í kvöld. Svo stefni ég á að vera dugleg að hreyfa mig um helgina, það er bráðnauðsynlegt til að ná upp þreki og styrkja vöðvana sem eftir eru. Ætti að geta gengið eitthvað um hverfið fyrst fæturnir eru að skána.

Hitti vini mína á Ítalíu í gær og við sátum og átum og spjölluðum fram yfir tíu. Peter hefur ekkert breyst og bauð mér enn og aftur að nýta mér íbúðina sem hann á í Berlín. Mig langar mikið að skoða hvort ég komist beint til Berlín og geti eytt nokkrum dögum þar, hef aldrei komið þangað. Sé til hvort ég get platað kallinn í smá frí ......með mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... mæli með Berlín... þangað kom ég fyrir löngu síðan, áður en múrinn féll... var ógleymanlegt að fara yfir til Austur-Berlínar... var eins og að fara aftur mörg ár aftur í tímann... en fallegar byggingarnar nutu sín vel... engin auglýsinga- og ljósaskilti að trufla... þar sem Vestur-Berlín var ofhlaðin af slíku... en mjög spennandi borg...

Brattur, 28.9.2007 kl. 18:45

2 identicon

Gott að þér líður betur og njóttu þess vel að slappa af um helgina. Mér líst auðvitað vel á smá Berlínaskrepp og þetta með húsmæðraorlofið er fínt. Ég upplifi þig ekkert í neinu stofufangelsi, en það er sama hvað sambandið er gott. Allir þurfa að vera einir með sjálfum sér, annað kastið. Gott að Karítas ef komin í málið, það er örugglega frábær þjónusta. Guð blessi þig og sendi þér bataFríða

Fríða (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 16:50

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég var líka með sprautupróf fyrir blóðþynningu fyrir 12 árum.... ekkert mál að sprauta sig.... galdurinn er að klípa sig nógu fast, þá finnur maður ekkert fyrir stungunni. 

Anna Einarsdóttir, 30.9.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband