Ég tóri

 Sæl öll.....vildi bara láta vita af mér.  Er núna á leiðininni á bráðamóttökuna skv. skipun frá Karítas.  Hrönn hjúkrunarkona taldi það óhjákvæmilegt að ég færi sem fyrst í rannsóknir því ástandið er ekki nógu gott verkjalega séð. Ég er að drepast í verkjum og svo eru lungun líka að versna. Ég fór ekki fram úr rúmi í gær fyrr en klukkan sex og rétt komst því í útskriftarveisluna hjá bróður mínum og mákonu. Til að það tækist þurfti Hrönn að sprauta mig með verkjalyfi nokkrum klukkutímum áður en ég átti að mæta. Fór heim úr gleðinni klukkan ellefu, dauðþreytt og beint í rúmið enda löngu komið fram yfir minn eðlilega háttatíma. 

Er verri í lungunum og þenslunni svo þið heyrið frá mér þegar ég kem aftur heim af lansanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Það hryggir mig að heilsan þín sé svo slæm í bili en ég vona nú að þér fari  að líða betur og ég hugsa góðar og jákvæðar hugsanir til þín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 14.10.2007 kl. 15:22

2 identicon

En leiðinlegt að þú skulir vera með svona mikla verki  vonandi geta þeir gert eitthvað fyrir þig upp á lansa. Ég hugsa fallega til þín og sendi þér hlýja strauma

Ragnheiður Ingadóttir (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 16:22

3 Smámynd: Ragnheiður

Tek undir með Katrínu, það er verulega sorglegt að sjá hversu heilsan gefur eftir. Þú ert í mínum bænum og ég vona að þér verði gefinn styrkur til að yfirvinna þetta.

Ragnheiður , 14.10.2007 kl. 16:24

4 Smámynd: Þórdís tinna

Elsku Gillí -  ég vona að Guð gefi þér betri heilsu- ég bið fyrir þér og reyni að senda þér orku og ljós...

Þórdís tinna, 14.10.2007 kl. 20:49

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er með þér í huganum elsku Gillí mín. 

Anna Einarsdóttir, 14.10.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband